sunnudagur, september 26, 2004

MSN, Já!

Þá er maður loksins kominn með MSN með dyggri aðstoð frá Ella og Haffa. Netfangið er bjornreynir@hotmail.com.

laugardagur, september 25, 2004

Blindrabolti

Það er gaman að horfa á ólympíuleikanna. Maður sér mikið af ýmsum furðuíþróttum s.s. sundknattleik. En nú eru ólympíuleikarnir löngu liðnir og núna komnir ólympíuleikar fatlaðra. Ég kíkti aðeins á samantekt frá leikunum og sá þar fótbolta. Það skemmtilega við fótboltann var það að allir leikmennirnir voru blindir eða sjónskertir. Og til að tryggja endalega að leikmenn sjái ekki neitt er bundið fyrir augu þeirra. Hvernig er hægt að spila fótbolta án þess að sjá nokkuð. Hvernig finnur maður markið og hvernig finna menn samherja sína og í greina þá í sundur frá mótherjum? Ég bara skil það ekki.

Kvikmyndagagnrýni: Rear window

Það er orðið langt síðan að ég hef sent frá mér kvikmyndagagrýni og hreinlega komin tími til þess. Það var Hitchcock-myndin Rear window sem varð fyrir valinu.

Myndin fjallar um L.B. Jeffries, atvinnuljósmyndara sem er fótbrotinn og hefur ekkert betra að gera en að líta út um gluggann og njósna um nágranna sína. Dag einn verður hann var við grunsamlegt athæfi hjá einum manni. Hann grunar morð enda bendir ýmislegt til þess. Hann byrjar að fylgjast með manninum og reynir að fá rannsóknalögreglumann með sér í að leysa gátuna en rannsóknarlöggan trúir honum ekki því að ýmislegt annað bendir til þess að konan sem á að hafa verið myrt, sé á lífi.

Rear window er mjög áhugaverð mynd. Sögusviðið er einfalt. Myndin gerist öll í íbúð Jeffries og í bakgarðinum þar sem sjá má inn í marga glugga. Og í einum glugganum ásamt íbúðinni gerist sagan. En þrátt fyrir einfaldleikann er myndin mjög spennandi og maður veit ekki fyrr en í lokin hvort að morð hafi verið framið eða hvort maðurinn sé klikkaður. Það þarf því ekki mikið til að gera spennandi sögu. Þetta er mjög góð mynd og hvet ég ykkur til að sjá hana.

Til gamans í lokin:
  • Aðalkvenpersónan er leikin af Grace Kelly sem giftist furstanum af Mónakó eftir kvikmyndaleikferil sinn og lést svo í bílslysi 1982.
  • Gert var grín að myndinni í The Simpsons þegar Bart fótbrotnaði og hélt svo að Ned Flanders hefði drepið konu sína.

mánudagur, september 20, 2004

Ótímabundið iðjuleysi.

Þegar kennarar eru í verkfalli hef ég lítið að gera þegar ég er ekki á æfingum. Og um leið og verkfallið byrjar er strax farð að nöldra í manni um að taka til í herberginu.
Ég vil komast aftur í skólan þó að ég þurfi að vakna snemma. Maður hefur a.m.k. eitthvað fyrir stafni.

föstudagur, september 17, 2004

Hvenær er skemmtilegast á æfingu?

Svar: Þegar þjálfarinn mætir ekki.

fimmtudagur, september 16, 2004

"Nema hvað!": liðið skipað.

Þá er loksins búið að skipa "Nema hvað!" liðið (eða næstum því). Í liðinu verða ég, Hafsteinn og svo annað hvort Erling eða Þórður en allir eru þeir í bekk með mér. Þess má geta að í fyrsta sinn sendir Hagaskóli lið sem er eingöngu skipað strákum. Einnig er þetta í fyrsta sinn sem allt liðið er í 10. bekk og það meira að segja í sama bekknum.

mánudagur, september 13, 2004

Ég er klikkaður

Ég hef mikð dálæti á Bítlunum og tók því þetta próf til gamans og þetta er niðurstaðan:

sgt. pepper
Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band


Which Beatles Album Are You?
brought to you by Quizilla

Ég er greinilega tilraunagjarn og bara klikkaður.

MSN, ha?

Ég er nú meiri tölvusnillingurinn. Eða annað. Ég veit ekkert hvernig maður nýskráir sig inn á þetta MSN!

fimmtudagur, september 09, 2004

"Nema hvað!": Forkeppnin.

Var að koma úr forkepninni í "Nema hvað!". Ég held að ég sé nokkuð öruggur í liðið í 3. sinn. Spurningarnar voru ekki mjög erfiðar. Í rauninni voru þetta að mestu leyti sömu spurnigar og í síðustu tveimur forkeppnum. T.d. voru efnisspurningarnar voru þær sömu og fyrr á árinu þ.e.a.s. þegar ég var í 9. bekk. Ekki besta framtak Ómars og Tryggva sem eru góðir kennarar og geta gert betur.