mánudagur, mars 31, 2008
sunnudagur, mars 23, 2008
Málsháttur
Málshættirnir verða sífellt pólitískari með árunum. Ég fékk þennan málshátt í páskaegginu mínu:
Annars er ég að spá í að sækja um vinnu, næsta páska, við að semja málshætti fyrir páskaeggin.
Gleðilega páska!
Frjálslyndur maður getur orðið ráðherra, en ekki er víst að sami maður verði frjálslyndur ráðherra.Það fyrsta sem mér datt í hug var Frjálslyndi flokkurinn. Það hefði verið svolítið fyndið að fá málshátt um einn ákveðinn stjórnmálaflokk.
Annars er ég að spá í að sækja um vinnu, næsta páska, við að semja málshætti fyrir páskaeggin.
Gleðilega páska!
þriðjudagur, mars 18, 2008
Páskafrí
Ég sagðist kom með Gettu betur-uppgjör ef ég nennti. Ég nenni því ekki. Ég er kominn í páskafrí og nú nenni ég engu. Nú er líka kominn tími fyrir aðrar áhyggjur en Gettu betur. Ég þarf að gera enskuritgerð sem ég átti að skila á föstudaginn. Ég á mjög erftitt með að einbeita mér að henni. Páskafríið er virkilega letjandi.
Flokkur/-ar:
Gettu Betur (og nema hvað),
lífshættir mínir,
skólinn
sunnudagur, mars 16, 2008
GB: Sigur
Ég er feginn að GB sé lokið í ár. Keppnin endaði líka vel hjá okkur.
Við byrjuðum keppnina vel. 17-12 eftir hraðaspurningar gaf okkur góðan byr. Bjölluspurningarnar gengu líka betur en síðast. Við héldum aðeins lengur út en síðast. Allt stefndi í öruggan sigur þegar 7 stig voru eftir í pottinum. Í anda keppninnar í ár, þar sem allar keppnir voru spennandi, hirtu MA-ingar 7 síðustu stigin. Nú nenni ég ekki að velta mér upp úr síðustu bjölluspurningunni. Hún skiptir engu máli núna. Hins vegar sá ég eftir því að hafa ekki nefnt Verdi við félaga mína. Ég trúði því ekki að það væri verið að spyrja um hann. En bráðabani var staðreynd, annan árið í röð. Taugar mínar hafa eflst mikið síðan í fyrra. Ég efast um að ég hefði þolað það að missa niður 7 stiga forskot í fyrra. En við vorum bara góðir í bráðabananum. Náðum fyrstu spurningunni og settum pressu á MA-ingana. MA-ingar fóru allt of snemma á bjölluna í næstu spurningu og eftirleikurinn því auðveldur fyrir okkur.
Að lokum vil ég þakka MA-ingum fyrir góða keppni. Ef ég nenni, þá kem ég með smá uppgjör um keppninga í ár.
Við byrjuðum keppnina vel. 17-12 eftir hraðaspurningar gaf okkur góðan byr. Bjölluspurningarnar gengu líka betur en síðast. Við héldum aðeins lengur út en síðast. Allt stefndi í öruggan sigur þegar 7 stig voru eftir í pottinum. Í anda keppninnar í ár, þar sem allar keppnir voru spennandi, hirtu MA-ingar 7 síðustu stigin. Nú nenni ég ekki að velta mér upp úr síðustu bjölluspurningunni. Hún skiptir engu máli núna. Hins vegar sá ég eftir því að hafa ekki nefnt Verdi við félaga mína. Ég trúði því ekki að það væri verið að spyrja um hann. En bráðabani var staðreynd, annan árið í röð. Taugar mínar hafa eflst mikið síðan í fyrra. Ég efast um að ég hefði þolað það að missa niður 7 stiga forskot í fyrra. En við vorum bara góðir í bráðabananum. Náðum fyrstu spurningunni og settum pressu á MA-ingana. MA-ingar fóru allt of snemma á bjölluna í næstu spurningu og eftirleikurinn því auðveldur fyrir okkur.
Að lokum vil ég þakka MA-ingum fyrir góða keppni. Ef ég nenni, þá kem ég með smá uppgjör um keppninga í ár.
laugardagur, mars 08, 2008
Sigur og tap í gærkvöldi
Úrslitin eru nú framundan eftir nauman sigur í gær gegn Borgarholtsskóla. Þrátt fyrir að hafa góða forystu lengst af vorum við næstum því búnir að kasta frá okkur sigrinum.
Við byrjuðum vel. Náðum okkar besta hraðapakka hingað til. Hann var næstum því fullkominn. Eftir vísbendingarnar höfðum við svo fjögurra stiga forystu sem þó hefði getað verið meira enda höfðum við séð það fyrir að spurt yrði um regnboga.
Bjöllubardaginn var hins vegar slæmur. Við byrjuðum illa þar með því að fara of snemma á bjölluna án þess að hafa greint eyjuna almennilega. Þó náðum við góðri siglingu þegar við náðum þremur bjölluspurningum í röð og eftir sem bjölluspurningar var staðan 27-21. Skemmst er frá því að segja að stigin okkar urðu ekki fleiri. Við urðum allt of bráðir í kjölfarið og fórum of snemma á bjölluna þrisvar í röð. Svo þegar við ákváðum að fara varlega tóku Borghyltingar stigið.
Ég ætla ekki að æða mörgum orðum um hláturinn, ég veit að við þrír vorum þeir einu í salnum sem vorum ekki búnir að fatta svarið eftir tvær vísbendingar. Ég hélt svo að við værum endanlega búin að kasta sigrinum frá okkur þegar við náðum ekki þríþrautinni. Sem betur fer náðu Borghyltingar ekki þrautinni svo þannig fór sem fór, 27-26.
Ég vil þakka Borghyltingum fyrir spennandi keppni. Þeir voru góðir í ár, því er ekki að neita.
Annars er það að frétta að ég bauð mig fram til scribu scholaris (ritara skólafélagsins). Til að gera langa sögu stutta, þá tapaði ég.
Við byrjuðum vel. Náðum okkar besta hraðapakka hingað til. Hann var næstum því fullkominn. Eftir vísbendingarnar höfðum við svo fjögurra stiga forystu sem þó hefði getað verið meira enda höfðum við séð það fyrir að spurt yrði um regnboga.
Bjöllubardaginn var hins vegar slæmur. Við byrjuðum illa þar með því að fara of snemma á bjölluna án þess að hafa greint eyjuna almennilega. Þó náðum við góðri siglingu þegar við náðum þremur bjölluspurningum í röð og eftir sem bjölluspurningar var staðan 27-21. Skemmst er frá því að segja að stigin okkar urðu ekki fleiri. Við urðum allt of bráðir í kjölfarið og fórum of snemma á bjölluna þrisvar í röð. Svo þegar við ákváðum að fara varlega tóku Borghyltingar stigið.
Ég ætla ekki að æða mörgum orðum um hláturinn, ég veit að við þrír vorum þeir einu í salnum sem vorum ekki búnir að fatta svarið eftir tvær vísbendingar. Ég hélt svo að við værum endanlega búin að kasta sigrinum frá okkur þegar við náðum ekki þríþrautinni. Sem betur fer náðu Borghyltingar ekki þrautinni svo þannig fór sem fór, 27-26.
Ég vil þakka Borghyltingum fyrir spennandi keppni. Þeir voru góðir í ár, því er ekki að neita.
Annars er það að frétta að ég bauð mig fram til scribu scholaris (ritara skólafélagsins). Til að gera langa sögu stutta, þá tapaði ég.
laugardagur, mars 01, 2008
GB: 26-23
Það er gott að vera búnir með erkifjendur okkar úr Verslunarskólanum. 26-23 eru ágætis úrslit. Hraðinn var allt í lagi fyrir utan fyrstu og síðustu spurninguna sem var hálfgerður klaufaskapur. Ég er sáttastur með bjölluspurningarnar þar sem við fórum alltaf á réttum tíma á bjölluna og náðum góðu forskoti á Verslinga. Við hefðum þó mátt fara fyrr á bjölluna í vísbendingaspurningunum um Norðurljósin og Nebúkadnesar. Verst að ég misheyrði síðarnefndu vísbendingaspurninguna. Mér heyrðist hann spyrja um konu í staðinn fyrir konung og þess vegna var ég farinn að renna yfir konur úr Gamla testamentinu í huganum.
Vetrargerðurinn í Smáralindinni er ekki góður keppnisstaður. Illa heyrðist í Sigmari þegar hann las hraðaspurningarnar fyrir okkur. Kliður heyrðist úr Smáralindinni og auk þess heyrðist í útsendingunni sem var örfáum sekúndum á eftir. Einnig voru of fá sæti þarna. En það var óneitanlega gaman að fá tækifæri til að skjóta á Kópavog fyrir framan hálfa þjóðina.
Annars þakka ég Verslingum fyrir góða keppni.
Vetrargerðurinn í Smáralindinni er ekki góður keppnisstaður. Illa heyrðist í Sigmari þegar hann las hraðaspurningarnar fyrir okkur. Kliður heyrðist úr Smáralindinni og auk þess heyrðist í útsendingunni sem var örfáum sekúndum á eftir. Einnig voru of fá sæti þarna. En það var óneitanlega gaman að fá tækifæri til að skjóta á Kópavog fyrir framan hálfa þjóðina.
Annars þakka ég Verslingum fyrir góða keppni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)