
Eitt það skemmtilegasta við stundartöfluna okkar eru grískutímar á mánudögum. Þeir fara fram í hátíðarsalnum. Við erum sex í tímunum og röðum við okkur fremst í salinn, beint fyrir framan málverkið af Sveinbirni Egilssyni, fyrsta rektor skólans, sem var grískumaður mikill og þýddi m.a. Hómerskviður yfir á íslensku. Það gerist varla fínna á stundartöflunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli