Stundum ímynda ég mér hvernig það sé að vera heimilisköttur. Ég læt mig dreyma um hið ljúfa líf heimiliskattarins sem þarf ekkert að gera. Hann ráfar bara um húsið, finnur sér góðan stað og fær sé blund eða grípur í eitthvað bitastætt sé matur fyrir hendi.
Þegar prófin standa yfir komast þessir dagdraumar ansi nálægt veruleikanum mínum.
2 ummæli:
Já, þannig á það líka að vera :)
Maður á ekki að þurfa að láta til sín taka í öðru en prófalestri þegar prófin standa yfir og ég geri nú ekki mikið annað en einmitt það. lesa, lúlla, lesa ...
Kannski fer ég út að hlaupa, gerði það í gær og fyrradag, ótrúlega ánægð með það en svo koma svona dagar eins og í dag, ég hef ekkert farið út úr húsi og ekki heldur úr náttfötunum. Bara setið og lesið og glósað og tekið smá matar og netpásur.
Þetta líf, tvær vikur eftir =(
Ég veit ekki hvernig ég verð orðin þá..
Skrifa ummæli