laugardagur, mars 31, 2007

GB: Hljóðneminn heim

Þá hefur tveggja vetra starf loksins skilað sér, við erum búnir að vinna Gettu betur. Keppni gærkvöldsins var mjög spennandi og skemmtileg. MK-ingar sýndu að þeir væru hörkulið, sýnd veiði en ekki gefin.

Keppnin minnti mig svolítið á viðuregn okkar gegn MA í fyrra. Náðum góðri forystu í hraðanum en misstum hana svo eftir tvær vísbendingaspurningar. Við tók strembinn bjöllubardagi þar sem ekkert gekk upp eftir að við vorum komnir með 23 stig og tap virtist blasa við þegar ein vísbendingaspurning og þríþraut voru eftir. En ólíkt keppninni í fyrra náðum við þríþrautinni og knúðum fram bráðabana þar sem við tókum tvær spurningar í röð og sigruðum að lokum 29-27.

Í svona jafnri keppni hefði sigurinn getað fallið báðum meginn og tapliðið hugsar um e-ð eitt sem fór úrskeiðis. Í raun er alltaf e-ð sem bæði lið hefðu getað tekið. Ég var örlítið svekktur að taka ekki Jóhannesarguðspjall í hraðanum og svo að láta MK-ingana hirða fjallagrösin af okkur. En það kom ekki að sök því heppnin var með okkur í gær. Við áttum alveg skilið smá heppni eftir að hafa verið óheppnir í fyrra.

MK-ingarnir eiga svo sannarlega hrós skilið. Ég átti aldrei von á því að þeir myndu veita okkur hörðustu keppnina í ár. Liðið bætti sig töluvert eftir því sem á keppnina leið og skutu okkur aldeilis skelk í bringu. Takk fyrir góða keppni.

Gettu betur er þá bara lokið í ár og lauk ánægjulega fyrir okkur. Ég er bara mjög glaður, get ekki sagt annað. Veturinn hefur verið skemmtilegur og gaman að sjá þetta markmið okkar verða að veruleika. Ég segi bara: Takk fyrir mig!

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju strákar. Gott að vita af hljóðnemanum á heimaslóðum.

Guðmundur Björnsson
(gamall MR-ingur)

Unknown sagði...

Innilega til hamingju með sigurinn í gær! Það er ekkert leyndarmál að eftir að MA datt út þá hélt ég með ykkur, enda MA og MR vinaskólar :) Þið fenguð uppreisn æru eftir ykkar óheppni og okkar heppni í viðureign okkar í fyrra. Svo að lokum bið ég þess að þið hugsið vel um hljóðnemann minn... afsakið ykkar..

Kveðja

Magni Þór MA-ingur

birta sagði...

til hamingju bjössi minn :)

Unknown sagði...

Takk fyrir það, þið öll. Gaman að fá svona hamingjuóskir frá gamalli kempu, gömlum andstæðing og bekkjarsystur.

Nafnlaus sagði...

"Keppnin minnti mig svolítið á viðuregn okkar gegn MA í fyrra."

Það er "i" í orðinu "viðureign"

Verð einnig að setja út á ófagmannslega framkomu bæði sem menn og keppendur.

bæ,

Nafnlaus sagði...

Heyrði að þú værir að selja humar á tilboði. Hefði áhuga á 1 kg af humri.

Unknown sagði...

Finnur, það er ekkert "s" í orðinu "ófagmannlegur". Þú skalt líta í eigin barm áður en að þú setur svona súra athugasemd inn. Hver ertu annars?

Nafnlaus, þú getur náð í humarinn á Höfðabakka 147.

Nafnlaus sagði...

Hvaða dónapésar eru þetta alltaf hreint, geta aldrei samglaðst öðrum, meira leiðindafólkið.

Svo botnar maður ekkert í þessari athugasemd, þið voruð hvorki og eruð hvorku ófagmannlegir menn eða keppendur, en það vita það nú flestir sem máli skipta ;)

Til hamingju Bjössi minn

Unknown sagði...

Takk, Anna Lilja.

Það er alltaf gott að hafa svona góða vinkonu nálægt.

Nafnlaus sagði...

awwwww