laugardagur, mars 10, 2007

GB: Góður sigur í gær.

Ég get ekki annað en verið sáttur með okkur í gær. Að ná 38 stigum er bara frábært, að vísu hefði verið skemmtilegt að fara yfir 40 stiga múrinn en það skiptir svo sem engu máli. Við áttum líka mikið inni síðan í fyrra en þá náðum við ekki að sýna okkar rétta andlit. Einnig er MS-ingum þakkað fyrir góða keppni.

Ég var bara almennt sáttur við spurningarnar. Septuaginta-spurningin var að vísu umdeild en ég var hins vegar nokkuð óskýr þegar ég svaraði. Í raun vissi ég ekki hverju ég átti að svara og var næstum því farinn að segja grísk þýðing á Gamla testamentinu, sem hefði verið óþjált í hraða. Það var líka nokkuð skemmtilegt að fá aftur spurningu um Burkina faso. Minningar helltust yfir mig og ég vildi ekki láta andstæðingin hirða svarið aftur af okkur.

Undanúrslitin eru svo bara næst á dagskrá. Það er ágætt að vera kominn yfir fjórðungsúrslitin, þar sem við duttum út í fyrra. Þá verður forvitnilegt að sjá hvort við fáum MK, versló eða MH/ME. Annars er okkur bara sama. Við ætlum bara að halda áfram á þessari braut.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta var náttúrulega bara snilld.. Takk fyrir mig!

Davíð Þór sagði...

Ég horfði á þáttinn á netinu í dag. Þú svaraðir greinilega: "Sjötíumanna þýðingin." Svarið sem ég bjóst við var "Gamla Testamentið" og því var ég ekki á verði og greindi ekki svarið. Ég get því aðeins viðurkennt mistök og beðist velvirðingar.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með keppnina strákar, vafalaust langbesta frammistaðan hingað til og gangi ykkur bara vel næst-nema ef þið mætið okkur auðvitað ;)

Unknown sagði...

Davíð: Það er víst mannlegt að gera mistök. Þetta breytti heldur engu. Málið er þá bara afgreitt.

Andri og Berglind: Takk fyrir hrósið

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með sigurinn. Vonandi náið þið að brjóta 40 stiga múrinn næst, ef Davíð lofar;)

Nafnlaus sagði...

Obbobobb

Gleymdi að hrósa þér hér!

Til hamingju kappi :)