Það hefur vart farið framhjá nokkrum að klámráðstefnu á að halda hér. Það eru líka flestir sammála um að þetta sé ekki boðlegt siðbrúðum mönnum. Samt er hægt að deila um þetta mál. Sumum finnst sjálfsagt að leyfa þessu fólki að koma hingað og halda þessa ráðstefnu. Mér finnst það hins vegar ekki. Þetta er ekki eins og hver önnur ráðstefna. Hér er fólk að koma saman til að ræða um, versla með og jafnvel framleiða efni sem er siðlaust og ómannlegt. Það er ekki mannlegt að gera mannslíkama að söluvöru þar sem annað (í langflestum tilvikum kvenkynið) er niðurlægt. Aldrei myndi nokkur leyfa þessu að viðgangast væri um fíkniefni að ræða.
Þá er það spurningin hvað er hægt gera við þetta fólk. Um það er hægt að deila. Mér finnst sjálfsagt að synja þessu fólki um að koma til landsins í þessum tilgangi í stað þess að bíða að lögbrot verði framið. Þó að fólkið eigi svo sem rétt á að heimsækja landið eins og aðrir þá verður það bara að vera á öðrum forsendum.
9 ummæli:
Þú mátt samt ekki koma í veg fyrir að fólk komi til landsins einfaldlega vegna þess að "þig grunar að það muni fremja glæpi." Þá ert þú glæpamaðurinn og ranggjörandinn í dæminu.
Annars er fyndið að sjá hversu margir þeirra sem börðust hvað harðast fyrir því að Falun-Gong liðar mættu ferðast óáreittir til landsins hér um árið, eru á móti því að hleypa þessum viðskiptajöfrum inn fyrir landamærin. Það fær mann til að hugsa...
Það má vera. Ég veit að það væri róttækt að grípa til þessa bragðs. Það er bara spurning hve langt má ganga. Ég myndi ekki líta á þetta fólk sem einhver fórnarlömb í málinu. Þau fengju þá að heimsækja landið síðar ef þau vildu.
Mér finnst einnig full gróft að bera saman friðsama mótmælendur við þessa svokölluðu viðskiptajöfra sem koma hingað til að stunda glæpsamlegt athæfi.
Hér skulu menn tjá sig undir nafni. Nafnlausum athugasemdum er að sjálfsögðu eytt.
Mikið er ég sammála þér Björn. Að gera líkama fólks að söluvöru er bara ómannlegt og hræðilegt. Hann er það eina sem við eigum útaf fyrir okkur sjálf og það er synd að sjá að fólk skuli selja sig til slíkrar framleiðslu sem klám er.
Þetta er að sjálfsögðu bara mín skoðun, vinsamlegast ekki bíta af mér hausinn :)
Hvað með Nike? Þeir eru (að sögn) tengdir ýmsu vafasömu í þriðja heiminum. Myndum við banna þeim að halda ráðstefnu um sölu á skóm, unnum af Pele litla í Bólivíu? Eða Diesel? Hvar endar þetta, gott fólk?
Ég er sammála þér Björn. Það ætti að setja á fót sérstaka siðferðisgæslu til að passa upp á að einhver ómennska nái ekki að skjóta rótum í fallega landinu okkar. Fyrsta skrefið væri að vísa samkynhneigðum úr landi, svo gætum við snúið okkur að stúlkum sem hafa farið í fóstureyðingar, og svo klárað dæmið með notendum getnaðarvarna og fleirum sem ekki eru guði eða mönnum bjóðandi.
Jæja, menn með kaldhæðni og útúrsnúninga hér. Gaman af því.
Annars tek ég fram að mér finnst það nóg að þessi ráðstefna sé ekki haldin hér og því. Radison SAS hefur séð um það og í kjölfar þess er allt í lagi að hleypa þessi fólki til landsins.
Ég er því bara nokkuð sáttur með málalok.
Hefði það ekki verið meiri hræsni að hleypa fólkinu hingað á þessum forsendum?
Almennt séð eru yfirvöld á móti klámi og dreifingu þess og nota bene þá er dreifing þess einmitt bönnuð hérlendis.
Hvort sem það er dreifing, sala eða árshátíð þá er framleiðir þetta fólk ólöglegt efni, á Íslandi þar að segja.
Ég myndi ætla að þannig gæti hótelkeðjan tekið sér leyfi til þess að meina þeim um gistingu upp á það prinsipp eitt að þau vilji ekki hýsa fólk sem stundar ólöglega iðju.
Hefði það ekki verið tvískinnungar af hálfu stjórnmálamanna að taka ekki afstöðu á móti ráðstefnunni? Það er jú yfirlýst meining þeirra að stemma stigu við klámi og dreifingu þess. Alveg sama hvort þetta fólk ætlaði að framleiða slíkt efni hér eða ekki. Það mætti svosem kalla þetta beina yfirlýsingu.
Ég hefði persónuleg ekki kippt mér upp við komu þeirra hingað en ég skil afstöðu hótelsins einkar vel og sömuleiðis þá afstöðu sem stjórnmálamenn taka til málsins.
Skrifa ummæli