þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Majónesjól

Er hægt að finna verri titil á jólaplötu?

mánudagur, nóvember 20, 2006

Án titils

Hversu oft ætli fjölskyldumeðlimir hafi líkt mér við Grím Thomsen?

laugardagur, nóvember 04, 2006

Árstíðirnar fimm

Nú er komið að mínum árlega jólanöldurspistli. Nóvember er rétt byrjaður og jólaauglýsingarnar eru farnar að láta sjá sig í blöðunum. Í matvöruverslunum er nú boðið upp á jólasmákökur og malt-appelsín blönduna. Ikea og slíkar verslanir eru líka farnar að vera ansi jólaskrautlegar á þessum tíma. Reyndar minnir mig að ástandið hafi verið verra í fyrra. Það breyir því hins vegar engu að ég sé mér þörf til að nöldra. Það á ekki að byrja að auglýsa fyrir jólin í október. Það á að byrja á fyrsta sunnudag í aðventu. Þegar jólaauglýsingar byrja svon snemma dregur það úr hátíðleika jólanna þegar þau loksins koma. Þau verða orðin ansi hversdagsleg. Ég er farinn að spyrja mig hvort jólin séu hátíð eða árstíð sem hefjast seinni partinn í október,ná hámarki á jóladag og lýkir snemma í janúar? Það liggur við að hægt sé að tala um árstíðirnar fimm: Vetur, vor, sumar, haust, jól.