Þá er ljóst að við munum ekki hampa hljóðnemanum í ár eftir tap gegn MA 26-24. Við byrjuðum vel og náðum 5 stiga forystu í hraðanum en það dugði ekki. MA náði að jafna eftir fyrri vísbendingaspurningar og leiddi svo með tveimur stigum fyrir þríþrautina. Við vissum svarið við henni en svöruðum ekki því sem dómarinn vildi fá.
Ég verð að viðurkenna að það var nokkuð svekkjandi að tapa þessari viðuregn. Við vorum ekkert síðra lið en MA en heppnin var með þeim í kvöld. En MA-ingar voru bara góðir og það verður ekki tekið af þeim. Lið þeirra hefur ágæta reynslu enda voru tveir þeirra í úrslitunum í fyrra. Ég held að þetta lið vinni í ár.
Ég segi bara takk fyrir mig og óska MA-ingum góðs gengis í Gettu betur. Við mætum með óbreytt lið á næsta ári og þá munum við vinna.
4 ummæli:
Ég ætla bara enn og aftur að þakka fyrir góða keppni milli tveggja mjög góðra liða (bestu liðanna í ár?) og ég ætla bara að segja að mér finnst virkilega leiðinlegt að þessi lið fái ekki tækifæri til að mætast seinna í keppninni.
Kveðja.
Magni Þór í MA
Takk sömuleiðis. Gaman að þú skulir þefa upp bloggið mitt og skilja eftir skilaboð. Það skemmtilega við Gettu betur er að allir eru svo bara vinir eftirá.
Þið stóðuð ykkur mjög vel, Bjössi, þið takið þetta að ári
jújú halló..sá keppnina í tv..leiðinlegt að þið skuluð ekki hafa unnið..
kv. Hildur Guðrún
p.s. mamma þín sýndi mér síðunna ef þér finnst eitthvað skrítið að ég skildi vera að commenta hjá þér;)
Skrifa ummæli