Yoko Ono ætar að setja upp friðarsúlu í Reykjavík, nánar tiltekið Viðey. Ég verð að segja að mér finnst þetta skemmtileg hugmynd. Friðarsúlan felur í sér góðan boðskap og mun setja skemmtilegan svip á borgina. Ég tel það vera heiður fyrir Reykjavík og Ísland að Yoko vilji hafa friðarsúluna í Viðey. En af einni ástæðu finnst mér ekki rétt að hafa hana á landinu. Mér finnst það ekki fara saman að hafa þessa friðarsúlu í landi með ríkisstjórn sem styður allan stríðsrekstur Bandaríkjanna í algerri blindni.
Ég vil þó að friðarsúlan rísi hér í Reykjavík. Hún samræmist draumum mínum um að Ísland verði boðberi friðar á alþjóðavettvangi.
Friðarsúlan mun passa vel inn í landið árið 2007 þegar Íslendingar verða búnir að kjósa sér vinstristjórn sem styður ekki stríð.
2 ummæli:
Sérstaklega ef friðarverðlaun Lennons verða afhent hér. Það er virkilega töff.
Ég áskil mér rétt til að eyða óviðeigandi athugasemdum. Sérstaklega frá nafnleysingjum. Ég bara líð það ekki að vera kallaður fífl hérna á mínu eigin bloggi.
Skrifa ummæli