Jólin í ár hafa á einhvern hátt farið algerlega fram hjá mér. Mér finnst alltaf skrýtið þegar Þorláksmessa rennur upp og einn dagur er til jóla. Í ár er það enn skrýtnara. Mér finnst jólin alltaf vera langt framundan þó þau hefjist á morgun.
Ég hef ekki farið mikið í bæinn fyrir jólin nema í dag. Þá fór ég að syngja með MR-kórnumn á nokkrum stöðum niður í bæ. Það er alltaf stemming í bænum á Þorláksmessu og þess vegna gaman að syngja þar jólalög. Einnig fór ég í friðargöngu en fyrir mér er það ómissandi þáttur á Þorláksmessu. Svo erum við nýbúin að skreyta jólatréið.
Ég er því núna farinn að gera mér grein fyrir því að það er ansi stutt í jólin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli