laugardagur, september 24, 2005
miðvikudagur, september 07, 2005
Forprófið 2
Í dag voru niðurstöður forprófsins birtar í Gamla skóla. Ég varð alveg steinhissa þegar ég sá nafn mitt efst á listanum með 168 stig, eða 8 stigum á undan næsta manni. Ég hélt í fyrstu að þetta væri eitthvert busagrín og er enn að velta því fyrir mér. Ég átti sko alls ekki von á þessu og eins og þið, lesendur vitið þá var ég mjög svartsýnn í gær. Nú er spurning hvort að þetta þýði endanlega að ég hætti í handboltanum en ég hef verið að gefa það í skyn að undanförnu. En ég ætla ekki að vera að ákveða það núna.
þriðjudagur, september 06, 2005
Forprófið
Í dag gerði ég heiðarlega tilraun til að komast í lið MR í Gettu-betur. Stefnan var sett á liðsstjórasætið. Mér gekk sæmilega á prófinu en ég er þó ekkert viss um það hvort ég nái takmarki mínu en lifi í vonini. Ég klikkaði á sumum hlutum sem ég átti hreinlega að vita. Ég verð bara að gera betur næst.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)