mánudagur, júní 06, 2005

Stígvélland

Rakst á áhugaverða grein á Djöflaeyjunni í dag. Hún fjallar um klikkaðan Belga sem vill útrýma tökuorðum út úr íslenskunni. Sum orðin eru ágæt, önnur ekki eins skemmtileg og enn önnur mjög skopleg. Dæmi: Ítalía nefnist Stígvélland. Framvegis ætla ég að nota það orð hér á vefdagbókinni minni. Þó að hann sé svolítið klikkaður er það samt gaman þegar útlendingar sýna málinu áhuga og vilja bæta það.

6 ummæli:

Hafsteinn G. H. Hafstein sagði...

Er þetta ekki einhver baggalútssíða?

Nafnlaus sagði...

Nei við erum með Baggalúts-legar fréttir en þær eru í sjálfu sér aukaatriði á síðunni, pistlarnir sem töluverð vinna liggur yfirleitt að baki og eru skrifaðir í fullri alvöru eru aðalatriðið
-JÞ

Hafsteinn G. H. Hafstein sagði...

Pistillinn um óða Belgann meðtalin?

Btw, takk fyrir linkinn þarna um daginn.

Nafnlaus sagði...

Pistillinn um óða Belgann að sjálfsögðu meðtalinn eins og allt annað.

Unknown sagði...

Ég les nú þessa síðu reglulega og veit að grínfréttirnar eru undir nafninu "Heiti potturinn". Aðrar hafa það markmið að fræða menn eða tjá skoðanir. Er það ekki rétt hjá mér?

Nafnlaus sagði...

Fræða menn, hvetja til skoðanamyndunar, eiginlega bara hvað sem er. Stundum gerum við ekkert af þessu og röflum bara eitthvað. Reynum þó að vanda til verks.. Fréttirnar eru einmitt undir þessu nafni.