- Að ná 9 eða hærra á samræmdu prófunum. Því miður náði ég því markmiði ekki þar sem ég fékk 8,8 í meðaleinkunn. Það var enskan sem dróg mig niður en ég fékk 7,5 þar. Það var hlustunin sem dróg mig niður þar sem ég var hálf sofandi og athyglisgáfan ekki í lagi. Hins vegar fékk ég 10 í stærðfræði og er mjög sáttur við það. En ég mun komast í MR og það skiptir mestu máli.
- Að vinna Nema hvað?. Markmiðið náðist. Við unnum keppnina eftir að hafa lagt Laugarlækjarskóla, Húsaskóla, Landakotsskóla (tvisvar) og Austarbæjarskóla að velli. Þórður Sævar og Hafsteinn sátu við hlið mér í liðinu og Ari Bragi og Sindri sáu um ræðurnar. Ekki má svo gleyma Ara Eldjárn og Helga Hrafni sem þjálfuðu okkur í ár og stóðu sig með prýði.
Nú tekur framhaldsskólinn við. Ég er löngu búinn að sækja um í MR og hlakka bara til að byrja í honum. Ég stefni að því að taka þátt í Gettu betur einhvern tímann í framhaldsskóla og er NH góður undirbúningur.
Nú er maður ekki lengur Hagskælingur. Bara fyrrverandi Hagskælingur
4 ummæli:
Hahaha, ég fékk 8,9 í fyrra. Rúst!
Uss, bara heppni.
Fékkstu 10 í stærðfræði, það vissi ég ekki. Til hamingju með það.
Takk
Skrifa ummæli