fimmtudagur, júní 09, 2005

Ekki lengur Hagskælingur!

Þá er ég loksins útskrifaður úr grunnskóla. Fyrir þetta tímabil setti ég mér tvö markmið.
  1. Að ná 9 eða hærra á samræmdu prófunum. Því miður náði ég því markmiði ekki þar sem ég fékk 8,8 í meðaleinkunn. Það var enskan sem dróg mig niður en ég fékk 7,5 þar. Það var hlustunin sem dróg mig niður þar sem ég var hálf sofandi og athyglisgáfan ekki í lagi. Hins vegar fékk ég 10 í stærðfræði og er mjög sáttur við það. En ég mun komast í MR og það skiptir mestu máli.
  2. Að vinna Nema hvað?. Markmiðið náðist. Við unnum keppnina eftir að hafa lagt Laugarlækjarskóla, Húsaskóla, Landakotsskóla (tvisvar) og Austarbæjarskóla að velli. Þórður Sævar og Hafsteinn sátu við hlið mér í liðinu og Ari Bragi og Sindri sáu um ræðurnar. Ekki má svo gleyma Ara Eldjárn og Helga Hrafni sem þjálfuðu okkur í ár og stóðu sig með prýði.
Ég var að spá í að rita Hagaskólaannál hér en hætti svo við. Í raun gerðist lítið hjá mér fyrir utan NH. En þessu lauk nú öllu saman með þessari útskrift í dag sem var bara ágæt.

Nú tekur framhaldsskólinn við. Ég er löngu búinn að sækja um í MR og hlakka bara til að byrja í honum. Ég stefni að því að taka þátt í Gettu betur einhvern tímann í framhaldsskóla og er NH góður undirbúningur.

Nú er maður ekki lengur Hagskælingur. Bara fyrrverandi Hagskælingur

4 ummæli:

Magnús Þorlákur sagði...

Hahaha, ég fékk 8,9 í fyrra. Rúst!

Unknown sagði...

Uss, bara heppni.

Hafsteinn G. H. Hafstein sagði...

Fékkstu 10 í stærðfræði, það vissi ég ekki. Til hamingju með það.

Unknown sagði...

Takk