laugardagur, júní 11, 2005

Aftur til jarðar?

Í dag barði vottur Jehóva á dyr hjá mér. Hann virtist mjög áhugasamur um dauðann og upprisuna. Hann spurði mig hvort ég trúði því að ástvinir gætu snúið aftur á jörðina og fór svo að tala um það dáið fólk gæti snúið aftur til jarðnesks lífs. Svo gaf hann mér tímarit votta Jehóva, Varðturninn.
Í blaðinu voru þessar hugmyndir kynntar. Þetta voru um 30 bls. og verð ég að viðurkenna að stundum skildi ég ekki alveg hvað þeir voru að fara. Dæmi úr biblíunni voru mjög áberandi.

Ég hef lítið út á þá að setja. Mér finnst ekkert að því að þeir banki upp á hjá fólki. Það er bara þeirra aðferð til að boða trúna. En ég get ekki sagt að ég sé sammála þeim. Ég er sáttur við trúarskoðanir minnar kirkju.

Svo langaði mig að koma með könnun þrátt fyrir að hafa fengið dræmar undirtektir síðast þegar ég setti kannanir inn.

2 ummæli:

Hafsteinn G. H. Hafstein sagði...

Bauðstu honum ekki inn í kaffi?

Unknown sagði...

Mér sýndist hann ekki vilja koma inn. Hann þurfti líka að fara í fleiri hús.