föstudagur, júní 11, 2004

Sigur

Ég keppti í fótbolta í dag. Það var Fimleikafélagið sem var andstæðingurinn. Fór svo að við unnum leikinn 2-1. Ég stóð allan leikinn í markinu í dag og ég stóð mig vel. Sennilega besti leikur minn í langan tíma.

fimmtudagur, júní 03, 2004



Ég hvet ykkur til að skrifa undir þennan lista!

ÍsBjörninn er kominn aftur.

Hafið ekki áhuggjur, ég er ekki hættur að skrifa. Ég tók mér bara smá hlé á meðan prófunum stóð. En nú eru þau búin og ég er kominn aftur á netið. Það er alveg hrikalega margt sem hefur gerst í þessu hléi.

Ber þar hæst að nefna það að forsetinn skrifaði ekki undir fjölmiðlalögin. Eru þetta tímamót í sögu lýðveldisins því að forseti hefur ekki áður neitt þessu valdi áður. Ég er ánægður með það að hann skrifaði ekki undir lögin. Bæði vegna þess að ég er á móti þessum lögum og einnig þess að með þessu fær þjóðin að ákveða hvort frumvarpið verði að lögum eða ekki. Sumir telja þetta vera árás á alþingi en í þessu máli er þingið og þjóðin ósammála og ég tel að vilji þjóðarinnar sé mikilvægari en vilji Alþingis.
Framundan eru forsetakosningar og líst mér ágætlega á Baldur Ágústsson þar sem hann hefur svipaðar skoðanir og ég um forsetaembættið. En Ólafur Ragnar hefur þó hækkað í áliti eftir að hafa beitt málskotsréttinum.

En nóg um það. Sumarið er framundan og ég er næstum því kominn í sumarfrí. Bara skólaslit eftir en þa teljast varla með hjá mér.
Ég skrifa meira síðar.