fimmtudagur, maí 01, 2008
Lesið fyrir líffræðipróf: IX. hluti
Nanna, ég veit þú sagðir mér alltaf að leggja áherslu á stúdentsprófin. Það er bara erfitt að muna það þegar maður situr yfir líffræðinni.
Lesið fyrir líffræðipróf: VIII
Ég væri kannski í betri málum ef ég væri ekki alltaf að setjast fyrir framan tölvuna til að skrifa kaldhæðnar bloggfærslur um hvað eitt fag sé leiðinlegt.
Lesið fyrir líffræðipróf: VII. hluti
Ætli Ólafur Friðrik hafi verið að lesa líffræði þegar hann tók upp á því að taka sér veikindaleyfi?
Lesið fyrir líffræðipróf: VI. hluti
Hugur minn fór í verkfall. Hvenær það gerðist er ómögulegt að segja.
Lesið fyrir líffræðipróf: V. hluti
Af hverju hefur lögreglunni ekki dottið í hug að lesa smá líffræði yfir vörubílsstjórunum? Það myndi alveg drepa þá úr leiðindum og þannig væri hægt að forðast öll læti.
Lesið fyrir líffræðipróf: IV. hluti
Ég var að fatta það að uppstigningardagur er í dag. Jesús steig upp til himna. Eflaust gaman að geta skilið líkamann eftir á jörðinni. Þá þarf maður ekki að læra líffræði á himnum.
Lesið fyrir líffræðipróf: II. hluti
Mér hefur ekki leiðst jafn mikið síðan ég var látinn læra einhverja fiska utanbókar fyrir Gettu betur.
Lesið fyrir líffræðipróf
Ég held að orð Sókratesar eigi best við um mig og líffræðina núna:
Ἓν οἶδα ὅτι οὐδὲν οἶδα (Það eina sem ég veit er að ég veit ekkert)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)