mánudagur, apríl 28, 2008
Afmæli
Ég á afmæli í dag. Ég fékk kannski ekki alveg sömu hyllingu en ég er bara sáttur. 28. apríl er samt skrambi leiðinlegur tími til að eiga afmæli.
þriðjudagur, apríl 22, 2008
Mótmæli
Ég er almennt hlynntur mótmælum. Þó sumir vilja ávallt kalla þau skrílslæti tel ég þau vald fólksins. Því virði ég rétt vörubílsstjóra til að mótmæla þó mál þeirra sé mér nú ekki kært. Þó geta þau gengið of langt eins og þegar vörubílstjórar tepptu hlestu umferðaræðar við Borgarspítalann um daginn. Þessi mótmæli finnst mér ekki ganga of langt. Í raun finnst mér það bara hálf spaugilegt að þegar formaður heimastjórnar Palestínu er á Bessastöðum, þá mótmæla þeir. Gæti reyndar verið tilviljun, ég veit það ekki. En hvað ætli Abbas geri nú í tengslum við tolla ríkisins á bensíni hér á landi?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)