Ég fór í kvikmyndahús um daginn að sjá Harry Potter and the order of phoenix. Það allra merkilegasta fannst mér að sjá Bobby Fischer á aftasta bekk í salnum. Mér datt nú ekki í hug að hann væri mikill Harry Potter aðdáandi. Gæti samt alveg verið. Hann gæti þó líka hafa verið sofandi á sýningunni. Ég ætla samt ekki að fullyrða það þar sem ég var nú að fylgjast með myndinni en ekki honum. Spurning hvort hann stundi það að fara á óáhugaverðar myndir (að hans áliti, ég hef nú alveg einhvern áhuga á Harry Potter) til þess sofna. Gott ráð við svefnleysi?
Annars vil ég lýsa yfir aðdáun minni á Bobby Fischer, hann er svo yndislega sérvitur.