fimmtudagur, maí 17, 2007
Lýsi eftir huga mínum!
Hefur einhver séð hugann minn? Ég týndi honum einhvern tímann í dag á bilinu 13.00 til 18.00 þegar ég var að læra fyrir próf í líffræði (með hléum). Svo virðist sem hugurinn minn hafi farið á flakk á þessum tíma á meðan ég sat sjálfur yfir námsefninu í líffræði og nú finn ég hann ekki aftur. Þeir sem hafa séð hugann minn á reiki láti mig vita. Fundarlaun í boði!
mánudagur, maí 07, 2007
Hið ljúfa líf heimiliskattarins
Stundum ímynda ég mér hvernig það sé að vera heimilisköttur. Ég læt mig dreyma um hið ljúfa líf heimiliskattarins sem þarf ekkert að gera. Hann ráfar bara um húsið, finnur sér góðan stað og fær sé blund eða grípur í eitthvað bitastætt sé matur fyrir hendi.
Þegar prófin standa yfir komast þessir dagdraumar ansi nálægt veruleikanum mínum.
Þegar prófin standa yfir komast þessir dagdraumar ansi nálægt veruleikanum mínum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)