Gettu betur er búið, eiginlega löngu búið. Það þýðir að ég hef enga afsökun fyrir að læra ekki heima. Samt læri ég ekki heima. Ég nenni því ekki. Ég komst vel í slökunargírinn í páskafríinu, sem ég eyddi að mestu leyti í Danmörku, og hef ekki komið mér úr honum síðan. Í skólanum ríkir nokkurs konar millibilsástand. Félagslífið er nánast búið á þessum vetri (nema fyrir 6. bekkinga) og vorpróf bíða en þau hefjast 4. maí. Þangað til nenni ég ekki að læra enda læri ég hvort sem er best fyrir próf (hver gerir það ekki).
Kórinn er þó enn starfandi. Vortónleikarnir eru einmitt á sunnudaginn kl. 20.00 í Seltjarnarneskirkju. Fínt að hafa eitthvað að gera eftir allt. Hvet fólk til að mæta á tónleikana, 1000 kr. inn.