sunnudagur, febrúar 25, 2007

Netlögga

Steingrímur J talar um að koma á fót netlöggu. Ég held að allir nafnlausu netdólgarnir sanni það bara að hann hafi rétt fyrir sér.

mánudagur, febrúar 19, 2007

Klám í Reykjavík?

Það hefur vart farið framhjá nokkrum að klámráðstefnu á að halda hér. Það eru líka flestir sammála um að þetta sé ekki boðlegt siðbrúðum mönnum. Samt er hægt að deila um þetta mál. Sumum finnst sjálfsagt að leyfa þessu fólki að koma hingað og halda þessa ráðstefnu. Mér finnst það hins vegar ekki. Þetta er ekki eins og hver önnur ráðstefna. Hér er fólk að koma saman til að ræða um, versla með og jafnvel framleiða efni sem er siðlaust og ómannlegt. Það er ekki mannlegt að gera mannslíkama að söluvöru þar sem annað (í langflestum tilvikum kvenkynið) er niðurlægt. Aldrei myndi nokkur leyfa þessu að viðgangast væri um fíkniefni að ræða.
Þá er það spurningin hvað er hægt gera við þetta fólk. Um það er hægt að deila. Mér finnst sjálfsagt að synja þessu fólki um að koma til landsins í þessum tilgangi í stað þess að bíða að lögbrot verði framið. Þó að fólkið eigi svo sem rétt á að heimsækja landið eins og aðrir þá verður það bara að vera á öðrum forsendum.

mánudagur, febrúar 12, 2007

Sniðug hugmynd.

Að skrifa sniðugar hugmyndir á blað áður en að ég gleymi þeim.

mánudagur, febrúar 05, 2007

Nafnaritgerð

Ég var búinn að gleyma því hvað ættfræðin væri skemmtileg.

Án titils

Gamla góða frestannahneigðin!

Án titils

Mikið þoli ég ekki tölvunarfræðitíma.