Yoko Ono ætar að setja upp friðarsúlu í Reykjavík, nánar tiltekið Viðey. Ég verð að segja að mér finnst þetta skemmtileg hugmynd. Friðarsúlan felur í sér góðan boðskap og mun setja skemmtilegan svip á borgina. Ég tel það vera heiður fyrir Reykjavík og Ísland að Yoko vilji hafa friðarsúluna í Viðey. En af einni ástæðu finnst mér ekki rétt að hafa hana á landinu. Mér finnst það ekki fara saman að hafa þessa friðarsúlu í landi með ríkisstjórn sem styður allan stríðsrekstur Bandaríkjanna í algerri blindni.
Ég vil þó að friðarsúlan rísi hér í Reykjavík. Hún samræmist draumum mínum um að Ísland verði boðberi friðar á alþjóðavettvangi.
Friðarsúlan mun passa vel inn í landið árið 2007 þegar Íslendingar verða búnir að kjósa sér vinstristjórn sem styður ekki stríð.