Það gerist á sumrin að skrif á þessa síðu minnka stórlega. Af hverju? Jú, það gerist bara svo lítið frásagnahæft þá og ekki er mikið í fréttunum.
Því miður hafa hryðjuverkamenn séð fjölmiðlum fyrir nóg af efni með andstyggilegri árás á saklaust fólk sem aldrei gerði þeim mein. Bush og félagar sögðu líka að heimurinn væri öruggari eftir Íraksstríðið. Hver trúði því svo sem.
Það kom mér ekki á óvart þegar ég heyrði í fréttum að landamæragæsla væri hert. Ástæðan kom mér hins vegar á óvart. Að það skuli vera gert af ótta við mótmælendur sem vilja mótmæla mestu skemmdarverkum Íslandssögunnar. Ég stoppaði aðeins við mótmælabúðirnar um daginn. Það var heldur lítið að gerast enda var stór hópur af fólki nýfarinn. Ég vildi gista þarna en Pabbi og vinur hans sem ég ferðaðist með vildu það ekki. Ég skil heldur ekki þær áhyggjur lögreglunnar af því að á SavingIceland.org er fólk hvatt til að koma og mótmæla. Það er bara hluti af baráttu að fá fólk til að koma og sýna samstöðu með málefninu. Það skaðar heldur ekki að fá fleiri mótmælendur, jafnvel þó þeir séu anarkistar (þeir gera nú ekki mikið af sér í auðninni). Annars tel ég anarkista ekki líklegasta hópinn til að koma og mótmæla.
En löggan er þó ekki enn búinn að handtaka neinn og vísa burt vegna mótmæla. Það er gott
Annars var hálendisferðin bara ágæt. Við gengum m.a. á Snæfell, hæsta fjallið utan Vatnajökuls og ég fékk að keyra nokkuð mikið enda kominn með æfingaleyfi. Svo mun ég vera á Flúðum næstu vikuna og mun ég vinna eitthvað í garðyrkju þar áður en ég sný aftur til vinnu í Neskirkju.
fimmtudagur, júlí 14, 2005
sunnudagur, júlí 03, 2005
Kominn heim.
Þá er maður kominn aftur heim til Íslands. Ég var farinn að sakna landsins. Granollers er ekki skemmtilegur bær. Þegar maður var ekki að spila handbolta var mjög lítið að gerast. Við kepptum 5 leiki á mótinu. Við byrjuðum á því að gera dramatískt jafntefli á móti Visoko frá Bosníu þegar Ægir skoraði frá miðju á síðustu sek. Svo töpuðum á móti spænsku liði, unnum tvö spænsk og töpuðum síðan á móti Herulf frá Noregi og komust ekki upp úr riðilinum. Þegar mótið var búið fórum við í skemmtigarð og svo til bæjarins Calella þar sem við dvöldum síðustu daga. Einnig var farið til Barcelona einn daginn en það olli mér hins vegar vonbrigðum að geta ekki skoðað Sagrada Familia-kirkjuna. Það þýðir að ég þarf að koma aftur til Barcelona einhvern tíman seinna.
Í heildina litið er finnst mér ekki gaman að fara í keppnisferð til Spánar. Spánn er áhugavert land en maður er of bundinn af hópnum. Svo er líka allt of heitt þar. Frekar vil ég fara til Danmerkur eða Svíþjóðar. Ef ég er spurður hvort ég vilji fara aftur í keppnisferð til útlanda þá myndi ég segja nei. Frekar vil ég fara til útlanda á eigin vegum.
Hér er svo ferðasaga frá Arnari þjálfara
Ég er reyndar nokkuð svekktur yfir því að hafa misst af brúðkaupi Nönnu, frænku minnar sem var haldið í Viðey. Sérstaklega þegar ég las umfjöllun frá Frank. En stundum verð ég að fórna einhverju.
Í heildina litið er finnst mér ekki gaman að fara í keppnisferð til Spánar. Spánn er áhugavert land en maður er of bundinn af hópnum. Svo er líka allt of heitt þar. Frekar vil ég fara til Danmerkur eða Svíþjóðar. Ef ég er spurður hvort ég vilji fara aftur í keppnisferð til útlanda þá myndi ég segja nei. Frekar vil ég fara til útlanda á eigin vegum.
Hér er svo ferðasaga frá Arnari þjálfara
Ég er reyndar nokkuð svekktur yfir því að hafa misst af brúðkaupi Nönnu, frænku minnar sem var haldið í Viðey. Sérstaklega þegar ég las umfjöllun frá Frank. En stundum verð ég að fórna einhverju.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)