laugardagur, mars 08, 2008

Sigur og tap í gærkvöldi

Úrslitin eru nú framundan eftir nauman sigur í gær gegn Borgarholtsskóla. Þrátt fyrir að hafa góða forystu lengst af vorum við næstum því búnir að kasta frá okkur sigrinum.

Við byrjuðum vel. Náðum okkar besta hraðapakka hingað til. Hann var næstum því fullkominn. Eftir vísbendingarnar höfðum við svo fjögurra stiga forystu sem þó hefði getað verið meira enda höfðum við séð það fyrir að spurt yrði um regnboga.
Bjöllubardaginn var hins vegar slæmur. Við byrjuðum illa þar með því að fara of snemma á bjölluna án þess að hafa greint eyjuna almennilega. Þó náðum við góðri siglingu þegar við náðum þremur bjölluspurningum í röð og eftir sem bjölluspurningar var staðan 27-21. Skemmst er frá því að segja að stigin okkar urðu ekki fleiri. Við urðum allt of bráðir í kjölfarið og fórum of snemma á bjölluna þrisvar í röð. Svo þegar við ákváðum að fara varlega tóku Borghyltingar stigið.
Ég ætla ekki að æða mörgum orðum um hláturinn, ég veit að við þrír vorum þeir einu í salnum sem vorum ekki búnir að fatta svarið eftir tvær vísbendingar. Ég hélt svo að við værum endanlega búin að kasta sigrinum frá okkur þegar við náðum ekki þríþrautinni. Sem betur fer náðu Borghyltingar ekki þrautinni svo þannig fór sem fór, 27-26.
Ég vil þakka Borghyltingum fyrir spennandi keppni. Þeir voru góðir í ár, því er ekki að neita.

Annars er það að frétta að ég bauð mig fram til scribu scholaris (ritara skólafélagsins). Til að gera langa sögu stutta, þá tapaði ég.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sjáumst á föstudaginn félagi :)
Kveðjur að norðan.

Magni Þór