miðvikudagur, október 27, 2004

Haukar aftur sigraðir.

Var að spila æfingaleik við Haukana í kvöld. Í þetta skiptið var það a-liðið að mestu leyti. Við unnum og eru haukarnir lakari en ég hélt. Ég stóð mig vel, skoraði 8 mörk (þar af eitt með hægri) og tókst að gera einn Haukanna alveg brjálaðan með varnarleik mínum.

fimmtudagur, október 21, 2004

Haukar sigraðir.

Haukar C reyndust okkur ekki mikil fyrirstaða í bikarkeppninni og unnum við 20-9. Ég stóð mig ágætlega. Skoraði 2 mörk og tók hressilega á í vörninni þar sem ég uppskar gult spjald og 2 mín. brottvísun. Við erum því komnir áfram í bikarnum og hef ég ekki hugmynd um við hverja við keppum næst enda ekki búið að draga í næstu umferð.

fimmtudagur, október 14, 2004

Jólin nálgast

Ef ég er góður í reikningi þá eiga að vera 71 dagur til jóla. Ef ég er slæmur þá er það ábyggilega áhrif frá verkfallinu. Ég er mikið jólabarn og skammast mín ekki fyrir það. Þó kemst ég ekki í jólastuð fyrr en á 1. í aðventu enda eiga menn þá að byrja að undirbúa jólin. Þó er ég búinn að sjá eina jólaauglýsingu. Og það ekki frá risum á markaði s.s. Bónus eða Húsasmiðjunni, heldur frá einhverri gardínubúð. En ég er þó strax farinn að hlakka óformlega til jólanna.

fimmtudagur, október 07, 2004

Æfingaleikur við Víking

Var að spila æfingaleik við Víkinga. Held að við unnum með einu marki. Ég stóð mig sæmilega, skoraði 1 mark.
Annars er ég mjög ánægður með að vera kominn aftur í handboltann og í rauninni dauðsé ég eftir því að hafa hætt í 1 ár. Held nú samt að það komi ekki mikið niður á mér núna. Ég hef líka góðan þjálfara sem er nýr. Mér hefur í raun sjaldan eða aldrei gengið betur

þriðjudagur, október 05, 2004

Mér líst vel á...

tillögu Yoko Ono um að setja friðarsúlu í Reykjavík.
Sjá meira um það hér.