föstudagur, janúar 28, 2005

Án titils

Það var ágætur dagur í skólanum í dag. Það var frí í fyrstu tveimur tímunum. Í hléinu fór ég að taka áhugasviðskönnun. Niðurstöður könnuninnar komu mér ekki á óvart og ég var með mestan áhuga á félagslega þættinum. Annars var ég ekki sáttur með það að í könnuninni eru stjórnmál sett í sama flokk og viðskipti og markaðsmál. Sem sagt, að ef maður er góður í viðskiptum eða markaðsmálum þá getur maður farið á þing. Hugsjónir skipta þarna greinilega litlu máli. Þetta eru þau skilaboð sem ég fæ út úr könnuninni. Könnunin er reyndar bandarísk og segir það kannski sitt. Þar í landi duga hugsjónirnar allt of lítið og maður verður að vera í stórum flokki og með fjársterka menn á bak við sig til að ná árangri.
Í íslenskutíma komst ég að því að prófið var upp á 9. Það var eitt svar sem var rétt en ekki gefið fyrir og hækkar það mig í 9.
Svo fórum við í skvass í íþróttafræði. Það varið farið í Veggsport sem er einhvers staðar fyrir utan grafarvog. Þar gerði ég þá uppgötvun að skvass er bara nokkuð skemmtileg íþrótt. Ég er reyndar ekkert sérlega góður en ég held að ég hafi náð tökum á íþróttinni.

mánudagur, janúar 24, 2005

Smá um umhverfismál

Mér líst ekki vel á þetta. Hverni væri að Bush-stjórnin hætti nú að hugsa bara um hagsmuni ríku karlanna sem menga eins og þeim sýnist og drullist til að skrifa undir Kyoto samninginn. Um 25% mengunarinnar kemur frá þeim og samt vilja þeir ekkert taka tillit til umheimsins (og þeirra sjálfra reyndar líka) og takmarka mengunina. Því miður erum við íslendingar líka með í mengunarkapphlaupinu með okkar "sér íslenska ákvæði " í Kyoto-bókuninni. Mér er ekki skemmt!

laugardagur, janúar 15, 2005

Neyðarhjálp úr norðri

Það er ekki á hverjum degi sem ég fer inn í Smáralindina. En í dag fór ég ásamt föður mínum, í þeim tilgangi að safna fyrir fórnarlömb flóðanna við Indlandshaf. Það gekk bara nokkuð vel og var baukurinn orðinn nánast fullur hjá okkur. Það var líka fullt af fólki sem var búið að gefa eða ætlaði að gefa seinna. Svo í kvöld er söfnunin í sjónvarpinu. Það eru frekari upplýsingar hérna.

föstudagur, janúar 14, 2005

Tvöfaldur sigur í Nema hvað

Í gær kepptum við í "Nema hvað" spurningakeppninni. Unnum tvo örugga sigra á móti Austurbæjarskóla og Landakotsskóla.

Í fyrri viðuregninni kepptum við á móti Austurbæjarskóla. Eftir Hraðaspurningarnar var 16-14. en við vorum mun sterkari og unnum sannfærandi sigur 28-19. Hefðum þó mátt vera frekari á bjölluna (á sérstaklega við um mig) . Í seinni viðuregninni kepptum við á móti Landakotsskóla. Sú viðuregn var aldrei spennandi og unnum við 26-18 (klúðruðum eiginlega já-nei skriflegu spurningunum)

Við stóðum okkur bara mjög vel. Vorum snöggir í hraðaspurningunum og töluðum vel saman í hinum spurningunum. Svo sviðsframkoman í fínasta lagi hjá okkur.

Næst keppum við 10. febrúar á móti Landakotsskóla aftur í úrslitum hverfismeistarakeppninnar. Þeir unnu Austurbæjarskóla og lentu í öðru sæti í riðilnum.

mánudagur, janúar 10, 2005

Vitlausir ráðherrar!

Ég er hissa á ummælum Daviðs, Halldórs og Björns. Þeir segjast ekki skilja þá einföldu spurningu um það hvort Ísland ætti að vera á lista vígfúsu þjóða. Þau 84% sem eru á móti því skildu alla vegana spurninguna. Ég útskýra þessar niðurstöður fyrir þeim: ÍSLENDINGAR ERU Á MÓTI STRÍÐINU Í ÍRAK. Ég vona að þeir skilji þetta.

sunnudagur, janúar 09, 2005

Njálu myndin.

Var að horfa á myndina Njálssögu . Þetta var nú bara stutt útgáfa af Njálu og eiginlega of stutt. Í myndinni er sá hluti bókarinnar tekinn þar sem deila Gunnars og Otkels er tekin fyrir. Vandamálið er að sá kafli var ekkert kláraður. Deilunni var ekkert lokið og ég reyndar man ekki hvar myndin endaði því að eftir henni komu viðtöl við fullt af fólki og tók það jafnlangan tíma og myndin sjálf. Myndin hefði mátt enda þar sem Gunnar var drepinn og þá væri hans hluta lokið. Svo hefði átt að sleppa þessum viðtölum og gera bara sér heimildarmynd um bókina. Fyrir utan þetta var þó sögunni gerð ágæt skil. Því skal ég s.s. ekki neita.
En í stuttu máli sagt: Meiri saga, minni viðtöl (eða bara sleppa þeim yfir höfuð).

En nú þarf ég að halda áfram að lesa fyrir stærðfræðipróf.

laugardagur, janúar 08, 2005

Davíð segir...

Davíð Oddsson segir að það sé fráleitt að halda því fram að Íslendingar séu þátttankendur í Íraksstríðinu samkvæmt þessari grein. Þessi yfirlýsing er ábyrgðarlausari en yfirlýsingar Halldórs Ásgrímssonar um kennaraverkfallið. Því miður var Ísland á lista hinna vígfúsu ríkja sem var notaður til að réttlæta stríðið og er enn! Þetta er eins og að horfa upp á einelti og hlæja með þegar gerandinn níðist á fórnarlambinu en segjast svo vera saklaus.

Nema þá kannski beri að túlka yfirlýsinguna þanning að Davíð og Halldór séu einir Íslendinga í þessu stríði sem er nú s.s. engin lygi þar sem Íslendingar eru langflestir á móti þessu stríði. En þrátt fyrir það blönduðu þeir allri þjóðinni í þetta og réttast er að þeir biðji hana afsökunar!

Svo einnig í greinni má túlka að Davíð viðurkennir að Íslendingar hafi horfið af braut friðar með ingöngu í NATO. Ísland á bara að segja sig úr NATO og byrja að boða hin kærleiksríka friðarboðskap.

Svo segir Davíð líka að mun friðvænlegra væri væri í heiminum eftir fráfall Yasser Arafat. Ég held að það hafi ekki mjög mikil áhrif. Heimurinn yrði afur á móti mun friðvænlegri ef það væri hægt að koma Ariel Sharon og hinum morðóða Texas-kúreka Bush frá völdum, það er á hreinu.