þriðjudagur, mars 28, 2006

Hneyksli hjá KR

Ég hef aldrei skammast mín jafn mikið og núna fyrir að hafa æft fótbolta með KR. Ástæðan er þessi. Það er alveg til háborinnar skammar að vera að niðurlægja konur á þann hátt sem gert var á Herrakvöldinu sem haldið var um daginn.
Ef einhver spyr, þá er ég núna Gróttumaður enda hef ég æft handbolta þar.

þriðjudagur, mars 21, 2006

Enn ein getraunin

Ég veit að þetta er orðið þreytt. En mér leiðist en og aftur.

Hvaða menn eru þetta og fyrir hvað eru þeir frægir?
Magnús Þorlákur má ekki svara.

fimmtudagur, mars 16, 2006

Fánagetraun

Í tilefni þess að mér leiðist hef ég ákveðið að setja inn aðra getraunHvaða fáni er þetta?

laugardagur, mars 11, 2006

GetraunMyndirnar tvær sýna leikara í hlutverki persónu úr Biblíunni.
Spurningin er tvíþætt. Hvað heitir leikarinn og hvaða persónu úr Biblíunni er hann að leika á þessum myndum?

föstudagur, mars 03, 2006

Gettu betur

Þá er ljóst að við munum ekki hampa hljóðnemanum í ár eftir tap gegn MA 26-24. Við byrjuðum vel og náðum 5 stiga forystu í hraðanum en það dugði ekki. MA náði að jafna eftir fyrri vísbendingaspurningar og leiddi svo með tveimur stigum fyrir þríþrautina. Við vissum svarið við henni en svöruðum ekki því sem dómarinn vildi fá.

Ég verð að viðurkenna að það var nokkuð svekkjandi að tapa þessari viðuregn. Við vorum ekkert síðra lið en MA en heppnin var með þeim í kvöld. En MA-ingar voru bara góðir og það verður ekki tekið af þeim. Lið þeirra hefur ágæta reynslu enda voru tveir þeirra í úrslitunum í fyrra. Ég held að þetta lið vinni í ár.

Ég segi bara takk fyrir mig og óska MA-ingum góðs gengis í Gettu betur. Við mætum með óbreytt lið á næsta ári og þá munum við vinna.