þriðjudagur, janúar 24, 2006

Gettu betur

Í kvöld sigruðum við ME 26-17. Við fórum reyndar illa af stað í hraðanum (að fara illa af stað í hraða er ansi taugatrekkjandi) en við náðum þó 20 stigum. Sigurinn var aldrei í hættu eftir hraðann.
Við erum því komnir í sjónvarpið og á morgun verður dregið í 8-liða úrslit. Það verður spennandi að sjá hverjir mótherjar okkar verða. Persónulega langar mig mest til að keppa á móti Versló af tveimur ástæðum. 1) Hafsteinn, vinur minn og gamall félagi úr Nema hvað? er í liðinu. 2) Gamli góði MR-ví rígurinn.
Annars skiptir það litlu máli hverja við fáum í 8-liða úrslitum.
Í lokin verð ég að viðurkenna að það er ansi skrýtið að keppa við lið sem er ekki á staðnum.

mánudagur, janúar 16, 2006

Týnt veski

Ég veit að ég segi þetta oft en veskið mitt er týnt. Í þetta skiptið er það ekki í skólatöskunni minni. Ég er farinn að hafa verulegar áhyggjur.

Ágætis byrjun

Þá er fyrsta keppnin búin. Þetta var bara nokkuð öruggt hjá okkur, 26-5. Ég er bara sáttur.

Einn liðsmaður FB var ekki svo ólíkur Frank.

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Nú er nóg komið!

DV er ljótur blettur á samfélaginu. Eftir að sjálfsmorð er framið, í kjölfar frétt þess, standa ritstjórar blaðsins fast við sína stefnu og sýna engin merki um iðrun og ábyrgð. Ég er farinn að efast um að þeir séu mannlegir. Ritstefna DV verður seint talin mannúðleg. Sjálfsmorðið er afleiðing hennar og ætti önnum að vera ljóst hversu hættuleg hún getur verið.

Ef þið eruð ekki nú þegar búin að skrifa undir hvet ég ykkur til að gera það strax.

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Án titils

Það var bara nokkuð gaman að mæta aftur í skólann í dag. Cösukjallarinn hefur verið opnaður en hann hafði verið lokaður frá því ég byrjaði í MR. Skólaþorpið hefur tekið á sig nýja mynd og stemmingin er öðruvísi í skólanum. Ég verð þó að viðurkenna að ég hálfsakna kakólandsgámsins. Ég held að ég sé einn um það.

Nýjustu tíðindin eru svo þau að við mætum Fjölbrautarskólanum í Breiðholti í fyrstu umferð í Gettu betur. Viðuregnin fer fram þann 16. janúar kl. 20:00 í útvarpshúsinu. Mér líst bara nokkuð vel á þessa viðuregn.