sunnudagur, mars 16, 2008

GB: Sigur

Ég er feginn að GB sé lokið í ár. Keppnin endaði líka vel hjá okkur.
Við byrjuðum keppnina vel. 17-12 eftir hraðaspurningar gaf okkur góðan byr. Bjölluspurningarnar gengu líka betur en síðast. Við héldum aðeins lengur út en síðast. Allt stefndi í öruggan sigur þegar 7 stig voru eftir í pottinum. Í anda keppninnar í ár, þar sem allar keppnir voru spennandi, hirtu MA-ingar 7 síðustu stigin. Nú nenni ég ekki að velta mér upp úr síðustu bjölluspurningunni. Hún skiptir engu máli núna. Hins vegar sá ég eftir því að hafa ekki nefnt Verdi við félaga mína. Ég trúði því ekki að það væri verið að spyrja um hann. En bráðabani var staðreynd, annan árið í röð. Taugar mínar hafa eflst mikið síðan í fyrra. Ég efast um að ég hefði þolað það að missa niður 7 stiga forskot í fyrra. En við vorum bara góðir í bráðabananum. Náðum fyrstu spurningunni og settum pressu á MA-ingana. MA-ingar fóru allt of snemma á bjölluna í næstu spurningu og eftirleikurinn því auðveldur fyrir okkur.

Að lokum vil ég þakka MA-ingum fyrir góða keppni. Ef ég nenni, þá kem ég með smá uppgjör um keppninga í ár.

Engin ummæli: