sunnudagur, mars 23, 2008

Málsháttur

Málshættirnir verða sífellt pólitískari með árunum. Ég fékk þennan málshátt í páskaegginu mínu:
Frjálslyndur maður getur orðið ráðherra, en ekki er víst að sami maður verði frjálslyndur ráðherra.
Það fyrsta sem mér datt í hug var Frjálslyndi flokkurinn. Það hefði verið svolítið fyndið að fá málshátt um einn ákveðinn stjórnmálaflokk.

Annars er ég að spá í að sækja um vinnu, næsta páska, við að semja málshætti fyrir páskaeggin.

Gleðilega páska!

Engin ummæli: