þriðjudagur, janúar 24, 2006

Gettu betur

Í kvöld sigruðum við ME 26-17. Við fórum reyndar illa af stað í hraðanum (að fara illa af stað í hraða er ansi taugatrekkjandi) en við náðum þó 20 stigum. Sigurinn var aldrei í hættu eftir hraðann.
Við erum því komnir í sjónvarpið og á morgun verður dregið í 8-liða úrslit. Það verður spennandi að sjá hverjir mótherjar okkar verða. Persónulega langar mig mest til að keppa á móti Versló af tveimur ástæðum. 1) Hafsteinn, vinur minn og gamall félagi úr Nema hvað? er í liðinu. 2) Gamli góði MR-ví rígurinn.
Annars skiptir það litlu máli hverja við fáum í 8-liða úrslitum.
Í lokin verð ég að viðurkenna að það er ansi skrýtið að keppa við lið sem er ekki á staðnum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég vil sjá MR-ví í úrslitum.