föstudagur, ágúst 26, 2005

Fyrsta vikan

Þá er fyrsta vikan í MR liðin. Hún hefur liðið bara mjög hratt enda gaman í MR. Það er ágætt að vera alltaf í sömu litlu stofunni. Ég er aðeins farinn að kynnast bekkjarsystkinum mínum og við Sindri erum þegar byrjaðir í kosningaslag um embætti bekkjarráðsmanns 3-A.
Félagsaðstaðan er lokuð. Ekki alveg draumabyrjun þar en það lagast. Einnig finnst mér ágæt úti stemmingin sem myndast gjarnan á portinu á milli Íþöku og íþróttahúsins.
Busakynningin var ágæt. Ég slapp reyndar við að vera tekinn upp á svið. Ég þurfti ekki einu sinni að segja "heyjó". Svo er það bara busadagur framundan. Það verður bara nokkuð gaman.
Svo er ég að í huga að ganga í MR-kórinn eftir að hafa heillast af flutningi hans á Bohemian Rapsody á skólasetninguni. En það stangast á við handboltann. Hvað á ég að gera?
Það eru góðir tímar framundan.

Og fyrir þá sem kvarta yfir spillinum um Harry Potter, ég varaði ykkur við.

4 ummæli:

Unknown sagði...

Ég tel mig eiga mjög góða möguleika. Það er of snemmt að koma með svona fullyrðingar.

Hver er þetta annars?

Nafnlaus sagði...

Auðvitað kíkiru á kóræfingu! Handbolti vs. MR-kórinn.. ætti ekki að vera erfitt!

Dagur Snær sagði...

Bekkjarráðsmannsembættið er eitt það vanþakklátasta starf í heimi. Let me know it.

Unknown sagði...

Þú þarft ekki að segja mér það, ég tapaði.

Og ég vil enn vita hver "reason" er.