föstudagur, ágúst 26, 2005

Fyrsta vikan

Þá er fyrsta vikan í MR liðin. Hún hefur liðið bara mjög hratt enda gaman í MR. Það er ágætt að vera alltaf í sömu litlu stofunni. Ég er aðeins farinn að kynnast bekkjarsystkinum mínum og við Sindri erum þegar byrjaðir í kosningaslag um embætti bekkjarráðsmanns 3-A.
Félagsaðstaðan er lokuð. Ekki alveg draumabyrjun þar en það lagast. Einnig finnst mér ágæt úti stemmingin sem myndast gjarnan á portinu á milli Íþöku og íþróttahúsins.
Busakynningin var ágæt. Ég slapp reyndar við að vera tekinn upp á svið. Ég þurfti ekki einu sinni að segja "heyjó". Svo er það bara busadagur framundan. Það verður bara nokkuð gaman.
Svo er ég að í huga að ganga í MR-kórinn eftir að hafa heillast af flutningi hans á Bohemian Rapsody á skólasetninguni. En það stangast á við handboltann. Hvað á ég að gera?
Það eru góðir tímar framundan.

Og fyrir þá sem kvarta yfir spillinum um Harry Potter, ég varaði ykkur við.

5 ummæli:

reason sagði...

Var með sindra steph í bekk í fyrra hann ætti að vinna þetta, ógeðslega mikið leiðtogaefni.

Unknown sagði...

Ég tel mig eiga mjög góða möguleika. Það er of snemmt að koma með svona fullyrðingar.

Hver er þetta annars?

Nafnlaus sagði...

Auðvitað kíkiru á kóræfingu! Handbolti vs. MR-kórinn.. ætti ekki að vera erfitt!

Dagur Snær sagði...

Bekkjarráðsmannsembættið er eitt það vanþakklátasta starf í heimi. Let me know it.

Unknown sagði...

Þú þarft ekki að segja mér það, ég tapaði.

Og ég vil enn vita hver "reason" er.