þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Kíkt í gömul skólablöð.

Skólinn í dag var heldur götóttur en þó skárri í gær. Það voru fjórir tímar sem féllu niður hjá mér. Tímannum eyddi ég í sal og upp á bókasafni. Uppi á bókasafni kíkti ég á nokkur gömul skólablöð. Gæðin voru ekki mikil en efnið var fínt. Í einu þeirra (frá árinu "87) var viðtal við þáverandi kennara Bjarna Fr. Karlsson (faðir Bjarna Frímans) þar sem hann sagði ýkjusögu (með mikilli áherslu á fyrstu fjóra stafina) af Einari Magnússyni núverandi skólastjóra. Þetta eru fín blöð og gaman að kíkja einstaka sinnum.

Engin ummæli: