mánudagur, júní 18, 2007

Wikipedia: Random article

Á forsíðu Wikipedia má finna tengil sem vísar á síðu valda af handahófi. Ég ákvað að smella 10 sinum á tenglin og gá hvað kom út. Líkurnar á því að finna einstaka grein, t.d. um Ísland, eru 1 á móti 1.841.107 (þegar þetta er skrifað). Þetta eru niðurstöðurnar:

  1. http://en.wikipedia.org/wiki/Joy_to_Great_Caesar: Það fyrsta sem ég fæ hér út er anti-kaþólskur söngur frá tíma Karls II. Passar vel við mig sem mótmælanda.
  2. http://en.wikipedia.org/wiki/Andrei_Sychov: Rússneskur hermaður, þremur árum eldri en ég sem er þekktur fyrir að hafa pínt samherja sína. Ekki líst mér nú á það
  3. http://en.wikipedia.org/wiki/People/crowd_watching: Ég stunda nú ekki mikið af þessu. Það er þó svo sem ekkert að því að rýna í annað fólk og spá í hvernig það lifir. Gera menn það ekki bara í félagsfræði?
  4. http://en.wikipedia.org/wiki/Ramularia_primulae: E-t sveppadæmi, ég veit ekki alveg hvað þetta er - og ég hef engan áhuga á því að vita hvað þetta er.
  5. http://en.wikipedia.org/wiki/1959_Tour_de_France: Ég ætla nú ekki að sérhæfa mig of mikið í Tour de France þó keppnin sé áhugaverð sem slík. Að þekkja úrslitin síðan 1959 er aðeins of mikið.
  6. http://en.wikipedia.org/wiki/Consubstantiation: Önnur guðfræðitengdagreinin sem rekst á. Spurning um að skella sér í guðfræðina eftir MR.
  7. http://en.wikipedia.org/wiki/Trapped_%282002_film%29: Ég held að ég láti það vera að horfa á þessa mynd.
  8. http://en.wikipedia.org/wiki/M107: Vúhú, ég fæ að velja. Ég vel þessa grein, enda eina af þeim sem ekki tengist hernaði.
  9. http://en.wikipedia.org/wiki/Viscount_Cullen: Spurning um að endurvekja þennan titil. Björn Reynir Halldórsson, 7th Viscount Cullen. Nei, held ekki.
  10. http://en.wikipedia.org/wiki/Blackout_%28David_Bowie_song%29: Ég hlusta stundum á David Bowie. Lagið þekki ég hins vegar ekki.
Ég náði að fiska alla vega e-ð áhugavert út úr þessara tilraun. Hvort að þekking þessi komi mér að gagni verður að koma seinna í ljós. Ég hvet aðra bloggara að gera slíkt hið sama og setja niðurstöðurnar á bloggið. Það gæti orðið mjög forvitnilegt.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta var nú ansi skemmtileg tilraun hjá þér og niðurstöðurnar áhugaverðar =)

En þetta eru ansi fjarlægar líkur, því miður.

Unknown sagði...

Takk fyrir það. Ætli ég verði ekki að fara að skrifa nýjan pistil hér?

Nafnlaus sagði...

Jú, ég er hrædd um það =D