Það var bara nokkuð gaman að mæta aftur í skólann í dag. Cösukjallarinn hefur verið opnaður en hann hafði verið lokaður frá því ég byrjaði í MR. Skólaþorpið hefur tekið á sig nýja mynd og stemmingin er öðruvísi í skólanum. Ég verð þó að viðurkenna að ég hálfsakna kakólandsgámsins. Ég held að ég sé einn um það.
Nýjustu tíðindin eru svo þau að við mætum Fjölbrautarskólanum í Breiðholti í fyrstu umferð í Gettu betur. Viðuregnin fer fram þann 16. janúar kl. 20:00 í útvarpshúsinu. Mér líst bara nokkuð vel á þessa viðuregn.
2 ummæli:
haha!! Bjössi..ójá þú ert einn um að sakna Kakólandgámsins!!! Loksins er þetta farið að minna á skóla =D
Já svei kakólandsgáminum.
(psst það er kyrtill)
Skrifa ummæli