laugardagur, apríl 02, 2005

Páfinn allur

Þá er Jóhannes Páll II allur. Hans tími er bara kominn. Hann var ágætur karlinn þrátt fyrir íhaldssemina. En það er alveg furðulegt hvað kaþólska kirkjan er að strita honum út. Það á nú ekki að æviráða menn í nokkur störf.Hann var orðinn svo veikur og samt hélt hann áfram eins og ekkert væri þar til nýafstaðna páska. Það á að leyfa mönnum að hvílast og njóta ellinar.
En það verður forvitnilegt að sjá hver næsti páfi verður. Og lýðræðið verður sko aldeilis varðveitt. Kannski við ættum bara að taka þetta kerfi upp í forsetakosningunum og allir yrðu sáttir.

Engin ummæli: