laugardagur, mars 26, 2005

Bobby vs. Dorit!

Meira um Bobby Fischer. Ármann, frændi minn, benti mér á þá kaldhæðnislegu staðreynd sem gleymdist í öllum látunum, að forsetafrúin er auðvitað gyðingur. Eins og alþjóð veit, þá er Bobby gyðingahatari. Hvað mun Bobby segja um hana? Það ætti þó að vera ljóst að hann fær ekki höfðingjalegar móttökur á Bessastaði.

Bobby eða herinn?
Annars verð ég að hrósa íslenskum stjórnvöldum fyrir að þora að standa gegn Könunum. Aldrei hefði ég trúað því að Davíð þyrði að rísa upp gegn Bush og félögum. Gaman það. Og hver veit til hvaða ráðs Kanarnir taka, kannski taka þeir bara herinn burt (og vonandi taki til eftir sig) og þá yrði ég sáttur.

Engin ummæli: