laugardagur, mars 19, 2005

Kleppur er víða!

Já, þessi tilvitnun er auðvitað úr hinni stórskemmtilegu bók Englum alheimsins. Ég er nýbúinn að taka próf úr bókinni og gekk ágætlega í því. Það er gaman að velta sér upp úr þessari setningu og setja hana í samhengi við samfélagið og þá er alltaf hægt að finna einhvern Klepp út í bæ.

Það má kannski segja að kleppur hafi tekið sér bólfestu hérna þó að húsið sé vel upplýst á þessari mynd.

Það er alveg ótrúlegt hvað sama ríkisstjórnin endist lengi hér. Ætli þetta sé ekki 11. ár ríkistjórnarinnar hér. Hún lifir nú í sínum eigin heimi, hlustar allavegana ekki á þjóðina. Kannski húsið sé farið að gegna sínu upprunalegu hlutverki aftur.
Í dag fór ég að mótmæla fyrir utan húsið í dag.

Það byrjaði með því að við Ung Vinstri Græn bjuggum til mótmælaskilti í húsi VG. Svo fórum við með skiltin á Ingólfstorg þar sem fjöldi manna safnaðist saman til þess að mótmæla stríðinu. Þar var haldin smá dagskrá og svo haldið að stjórnarráðshúsinu með svartan borða þar sem nöfn fórnarlamba var nælt á. Borðinn var svo settur fyrir framan áðurnefnt hús. Mönnum var heitt í hamsi og lentu nokkrir upp á kant við lögguna. Alvöru mótmæli.

Þetta var liður í Alþjóðlegum mótmælum og hér er mynd af mótmælunum í London með tilheyrandi gjörningi. Þar væri ég til í vera.


Og svo aðeins í lokin: Höfnum stríði

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sæll björn..fyrst hér: afhverju var mér ekki boðið í teiti?
í annað lag: hvenar verða myndir þaðan


kv.sigga..bitur

Unknown sagði...

Það á sér góða skýringu. Þú ert því miður ekki í 10. Þ þótt við hefðum alveg gaman af því að hafa þig þar. Ég dró mörkin þar enda langauðveldast. Ef ég hefði boðið þér þá hefði ég þurft að bjóða fullt af öðrum og þá hefði ég misst stjórn á öllu. Og svo ætla ég að reyna að koma þessum myndum inn við fyrsta tækifæri.

Nafnlaus sagði...

DJöfull ertu mikið omg, fólkið í iRaQ- mikið betur sett núna en það var - LIFI BUSH og þetta kleppstal er náttúrulega bara bBuRL

Unknown sagði...

Ég skil ekki alveg orðið bBuRL en ég get þó sagt það að þetta kleppstal er svona meira til gamans og geri ég ráð fyrir því að allir menn með viti fatti það. Makalaust hvað hægrimenn taka öllu svona alvarlega.
Ástandið í Írak er gæti ekki verið verra. Þó að Saddam sé farinn er allt vitlaust þarna. Fólk er enn drepið ýmist af hryðjuverkjamönnum eða hernum.
Að lokum vil ég vita hvað omg þýðir.

Dagur Snær sagði...

OMG er fangamark Omar Mullah Ghandi sem er sonur Sonju Ghandi og Mullah Muhammad Omar leiðtoga Talíbana. Þannig að þú ert djöfulli mikið Omar Mullah Ghandi.