laugardagur, september 25, 2004

Blindrabolti

Það er gaman að horfa á ólympíuleikanna. Maður sér mikið af ýmsum furðuíþróttum s.s. sundknattleik. En nú eru ólympíuleikarnir löngu liðnir og núna komnir ólympíuleikar fatlaðra. Ég kíkti aðeins á samantekt frá leikunum og sá þar fótbolta. Það skemmtilega við fótboltann var það að allir leikmennirnir voru blindir eða sjónskertir. Og til að tryggja endalega að leikmenn sjái ekki neitt er bundið fyrir augu þeirra. Hvernig er hægt að spila fótbolta án þess að sjá nokkuð. Hvernig finnur maður markið og hvernig finna menn samherja sína og í greina þá í sundur frá mótherjum? Ég bara skil það ekki.

Engin ummæli: