þriðjudagur, mars 02, 2004

Listadagarnir eru byrjaðir og lenti ég bara í ágætum fögum. Ég byrjaði í "collage". Þá var sett blað á gólfið og málað á það með frjálsri aðferð. Svo fer ég í það í 2 skipti í viðbót að gera eitthvað meira með það. Eftir það fór ég í arkitektúr. Svo var farið í bíó á myndina "Love actually". Mér fannst myndin skemmtileg. Það voru einhverjir sem héldu að þeir væru áhorfendur í myndveri en ekki bíósal. Þau þurftu að trufla með klappi og köllum. Svo halda listadagarnir áfram á morgunn.

Engin ummæli: