fimmtudagur, mars 04, 2004

Það er búinn að vera nokkuð skemmtulegt á listadögum í dag. Ég byrjaði í stjörnuspeki. Þar kom koma sem fræddi okkur um hvernig manneskjur væru sem eru fædd í ákveðnu stjörnumerki (t.d. naut). Ég er í nautinu og ég get gefið ykkur smá sýnishorn um það sem hún sagði um nautið: Nautið þarf mikinn tíma til að hita sig upp fyrir kynlífið og hefur á móti mikið úthald (ath. hún orðaði setninguna aðeins öðruvísi). Jú, hún talaði um kynlíf í stjörnuspekinni. Þetta var bara ágætis fræðsla hjá henni.

Eftir það fór ég í fjöltefli. Og ég hef eitt að segja sem þið trúið ekki upp á mig. Ég svindlaði. Nei annars, ég svindlaði ekki. Ég REYNDI að svindla. Það var þannig að þeir voru tveir sem tefldu fjölteflið, Hrafn Jökulsson, formaður Hróksins, og einhver Færeyingur. Færeyingurinn kom mér í vonlausa stöðu með því að færa drottninguna sína að kónginum mínum. Ég brá þá á það ráð að færa riddara hans um ein reit og kom honum úr völdunarstöðu. Þá kom Hrafn og ég þurfti auðvitað að drepa drottninguna og þá sá hann eitthvað athugavert við stöðuna. Færeyingurinn gæti ekki hafað leikið lélegan leik. Hrafn kallaði þá á Færeyinginn og sagði honum þá frá stöðunni og að það væri eitthvað athugavert við hana. Og viti menn, Færeyingurinn tók eftir þeirri litlu breytingu sem ég gerði og lagaði stöðuna. Eftir það mátaði hann mig með því að fær biskup. Ég gat ekki drepið biskupinn því að riddarinn örlagaríki valdaði hann. Og ég tapaði.

Þá eru listadagarnir búnir og mér fannst þeir bara fínir.

Engin ummæli: