mánudagur, janúar 14, 2008

GB: 25-11

Þá höfum við tryggt okkur sæti í 8-liða úrslitum eftir öruggan sigur á Menntaskólanum á Ísafirði. Ég hef lítið um þessa keppni að segja nema að það var frekar slakt af hálfu dómara að koma með sömu hraðaspurningu tvær keppnir í röð og Kántrý-tónlist er, að mínu mati, frekar leiðinleg tónlist. Annars var ég sáttur með okkar frammistöðu og stuðningsmenn okkar þ.e.a.s. þessa 20 sem mættu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

GB: 25-11 = 14, þ.e. 14. skiptið sem MR sigrar í Gettu betur