fimmtudagur, desember 20, 2007

Einkunnir og GB

Það er alltaf ljúft að komast í jólafrí. Einkunnir voru afhentar í dag. Ég rétt klóraði mig upp í fyrstu einkunn með 7,5 í meðaleinkunn. Ég get vel við unað enda hef ég ekki sinnt náminu að neinu viti. Sáttastur er ég með að fá 9 í grísku, einnig er ég sáttur með að fá 8 í fornfræði og latínu (eins og venjulega). Einkunn mín í líffræði telst ekki glæsileg en þó er ég sáttur með að sleppa með 5. Hins vegar er ég ósáttastur með einkunn mína í stærðfræði þar sem ég fékk 7,5. Þrátt fyrir að ég hafi lagt mjög lítið á mig í stærðfræði í vetur verður málabrautastærðfræðin seint talin erfið. Í hnotskurn er ég bara í miðjumoðinu þegar kemur að einkunnum, þær eru hvorki of góðar né of slæmar (fyrir utan líffræði og enskan stíl). Í raun er slíkt miðjumoð lítil hvatning til náms. Annars stefni ég á að fara aldrei niður í aðra einkunn.

Annars eru helstu tíðindin þau að það er búið að draga í Gettu Betur. Við ríðum á vaðið 7. janúar þegar við keppum á móti Verkmenntaskóla Austurlands. Ég er bara nokkuð sáttur við það. Annars er ég ekki sáttur við hvað mogganum finnst gaman að setja inn hirðfíflsmyndina af mér.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú fínasta meðaleinkun miðað við meðalmanninn sem þú segir þig vera.

Hirðfíflsmyndin er æðisleg, ég vona að þeir haldi áfram að nota hana muhaha