laugardagur, ágúst 11, 2007

Bobby og kvikmyndahúsin

Ég fór í kvikmyndahús um daginn að sjá Harry Potter and the order of phoenix. Það allra merkilegasta fannst mér að sjá Bobby Fischer á aftasta bekk í salnum. Mér datt nú ekki í hug að hann væri mikill Harry Potter aðdáandi. Gæti samt alveg verið. Hann gæti þó líka hafa verið sofandi á sýningunni. Ég ætla samt ekki að fullyrða það þar sem ég var nú að fylgjast með myndinni en ekki honum. Spurning hvort hann stundi það að fara á óáhugaverðar myndir (að hans áliti, ég hef nú alveg einhvern áhuga á Harry Potter) til þess sofna. Gott ráð við svefnleysi?
Annars vil ég lýsa yfir aðdáun minni á Bobby Fischer, hann er svo yndislega sérvitur.

9 ummæli:

Kristján Hrannar sagði...

Ég hefði nú líka alveg getað fengið mér blund á Harry Potter myndinni, hún var grútléleg.

Nafnlaus sagði...

Þú lýsir yfir aðdáun þinni á Gyðingahatara.

Unknown sagði...

Kristján: Harry Potter myndin er ágætis afþreying en alls ekkert meistaraverk. Bara fínt að rifja upp bókina. Að vísu vantar svolítið söguþráðin í myndina og hún var kannski frekar innihaldslaus að mínu mati.

Vignir: Gyðingahatrið er bara hluti af klikkun hans, þess vegna á ég erfitt með að taka það mjög alvarlega þó það sé vissulega alls ekki til fyrirmyndar.

birta sagði...

pff hann kemur oft á Mokka og hann er snarklikk og alveg ótrúlega dónalegur.

Hann gargar alltaf. TEA!!!! MINERAL WATER!!!! BROWN BREAD!!!(sem er rúnstykki...i learned the hard way) afhverju vill hann ekki bara panta kurteislega, ha? hvað hef ég nokkurn tímann gert honum? nema að tala illa um hann núna...

Unknown sagði...

Ég hef ekki enn lent í honum. Ég get því enn haft gaman af honum.

Nafnlaus sagði...

Hann er finn karl.

Kristján Hrannar sagði...

Skák og mát!

Þorsteinn sagði...

Skrifað 'phoenix' af 'phoinix' á grísku, kjell. Skamm.

Unknown sagði...

Smá klaufavilla, kemur fyrir.