fimmtudagur, maí 17, 2007

Lýsi eftir huga mínum!

Hefur einhver séð hugann minn? Ég týndi honum einhvern tímann í dag á bilinu 13.00 til 18.00 þegar ég var að læra fyrir próf í líffræði (með hléum). Svo virðist sem hugurinn minn hafi farið á flakk á þessum tíma á meðan ég sat sjálfur yfir námsefninu í líffræði og nú finn ég hann ekki aftur. Þeir sem hafa séð hugann minn á reiki láti mig vita. Fundarlaun í boði!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svona getur verið strembið að þjást undan oki prófanna og týna sjálfum huganum! hihi

Unknown sagði...

Fannstu hugann minn? Hvar var hann?

Kristján Hrannar sagði...

Hannes Portner fann hann, geymir hann ábyggilega á lyklakippunni sinni.

Unknown sagði...

Já, ætli hugur minn liggi ekki hjá Hannesi

Unknown sagði...

Nei, ég er með hugann þinn í haldi. Hann fæst gegn lausnargjaldi.