fimmtudagur, desember 07, 2006

Að læra (ekki) fyrir próf.

Það gleðjast ekki margir yfir jólaprófum. Ég geri það nú ekki beinlínis en tek þeim þó með ró. Ef til vill aðeins of mikilli. Það má segja að ég sé kominn í nokkurs konar vítahring letis og þreytu. Ég hef aldrei verið svona latur í jólaprófum fyrr. Augnlokin þyngjast er ég opna námsbækurnar. Ég er vís til að fá mér blund, kíkja á netið (hvað er ég að gera núna), fá mér eitthvað nasl o.s.frv. Svo er ég alltaf syfjaður. Kaffið er á þrotum á það sinn þátt í því. Ég er einn heima og nenni ekki út í búð að kaupa mér meira kaffi. Ég er farinn að finna fyrir fráhvarfseinkennum. Ég er farinn að halda að kaffileysið sé uppspretta vítahringsins.

Nú halda eflaust einhverjir að ég sé á hálum ís. Svo er ekki, mér hefur hingað til gengið ágætlega enda hef ég tilhneigingu til að bjarga mér á prófum.


Hver væri ekki til í einn svona kaffibolla?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég væri nú alveg til í einn svona =)

Ég er í mjög svipaðri aðstöðu, alltaf að taka mér tölvu- og naslpásur nema hvað ég lifi á Magic, hreint ekki sniðugt en þessu fer að ljúka og bráðum verðum við komin í jólafrí og getum slappað af :P