fimmtudagur, október 19, 2006
Tilbúinn kjúklingur
Ég er búinn að vera einn heima þó nokkrum sinnum síðustu daga. Þá er það alltaf sama spurningin: „Hvað á ég að hafa í kvöldmat?“ Eftir miklar vangaveltur endar það alltaf með sömu niðurstöðunni: „Æ, ég skrepp bara út í Melabúðina og kaupi mér tilbúinn kjúkling.“ Mig langar alltaf til að breyta til en mér dettur aldrei í hug neitt nýtt svo það endar alltaf með því að ég fer út í Melabúðina og kaupi mér tilbúinn kjúkling. Þannig festist ég í þessari venju. Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn nokkuð leiður á honum. En það verður hins vegar seint sagt að ég sé ósjálfbjarga. Skyldi það vera tilbúinn kjúklingur næsta kvöld þegar ég er einn heima?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
ég fæ mér stundum pítu eða tilbúnar fiskibollur með sælkerasósu.
Þess má geta að ég er eiginlega alltaf ein heima enda búum við bara tvær :)
hehe... Píta er auðveldust í heimi. Örugglega einfaldari en að labba út í búð og kaupa kjúkling.
Ég segi að þú fáir þér pítu
Hehe já, þakka þér fyrir þessi ráð, Brynhildur. En er það samt ekki svolítið vesen að troða öllu heila klabbinu í pítuna. Ég hef þetta þó í huga næst.
Ég myndi nú ekki segja að þú værir ósjálfbjarga, bara vanafastur. Það er ekkert að því, neinei. Það sama hendir mig þegar ég sé um matseldina, ég "elda" alltaf það sem ég kann best og mér finnst best, svo það verður einhvern veginn alltaf það sama... hehe
Nokkrir fljótgerðir réttir:
Steikt samloka með osti og skinku, má vera kál líka.
Skellir skinku á pönnuna og steikir hana smá, setur svo ostinn á og klárar að steikja. Grillar svo aðeins brauðsneiðarnar á pönnunni og voila, fínasta samloka. Gott að drekka Topp með.
Núðlur, svo eru náttla alltaf núðlur. Mjög einfaldar í notkun.
Eða bara Weetos með mjólk :D
Spurning um að panta bara pítsu...
Skrifa ummæli