þriðjudagur, mars 28, 2006

Hneyksli hjá KR

Ég hef aldrei skammast mín jafn mikið og núna fyrir að hafa æft fótbolta með KR. Ástæðan er þessi. Það er alveg til háborinnar skammar að vera að niðurlægja konur á þann hátt sem gert var á Herrakvöldinu sem haldið var um daginn.
Ef einhver spyr, þá er ég núna Gróttumaður enda hef ég æft handbolta þar.

15 ummæli:

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Svona, þær fengu nú borgað fyrir þetta.

Gunnar

Unknown sagði...

Konur eiga ekki að þurfa að niðurlægja sig með þessum hætti til að fá pening.

Nafnlaus sagði...

Konur mega gera það sem þær vilja til að fá pening.

Gunnar

Nafnlaus sagði...

Það er margt um þverhausana hérna, fólk sem hefur engan skilning á heilbrigðu siðferði eða greinilega lítinn.

Ég er sammála þér Björn, ef bara fleiri væru eins vel gefnir og þú, ef bara.

Nafnlaus sagði...

Þið eruð bara að væla út af engu... fólk má gera það sem það vill fyrir mér bæði konur og karlar. Ekki eins og þetta hafi verið vændi.

Gunnar

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þessi umræða vera algjört nöldur, alveg sammála að það er kannski ekki mjög fagmanlegt að láta konur vera að strippa á karlakvöldum en það er alveg fullkomlega löglegt. Ef að það væri konukvöld og karlar væru fengnir til að strippast þá myndi enginn gera athugasemd, ekki nokkur maður.

sighvatsson sagði...

Það sem þykir leitt í þessu máli er náttúrlega það að borgin styrkir íþróttafélagið.
Það var nú konukvöld í Smáralind um daginn minnir mig þar sem Silvía Nótt kíkti inn og þar voru karlmenn að strippa. Mig MINNIR það en annars er þetta ekkert einsdæmi. Held það sé aðallega það að borgin styrkir KR og það að þetta er íþrótta- og æskulýðsfélag. Kannski ekki rétti vettvangurinn fyrir stripp en er þetta nokkuð annars verri starfsgrein en hver önnur? Góðir peningar í þessu, hef ég heyrt ... :)

Nafnlaus sagði...

"íþrótta- og æskulýðsfélag" Já, einmitt það og hvers kyns athafnir eins og stripp og sýningar af því tagi eru bara alls ekki við hæfi, kommon fólk getur farið í klámbúllu Geira til þess að horfa á slíkt og keypt þá þjónustu þar! Hvort sem það eru karlmenn eða kvenmenn.

Nafnlaus sagði...

Held ad margir fleiri ithrottaklubbar hefdu gert thad sama og KR. Engu sidur er thetta hallaerislegt og frekar barnalegt athaefi. Lika mjog ofrumlegt. Ithrottafelog almennt hafa sjaldan verid thekkt fyrir gafuleg athaefi eda verid sidferdisleg fyrirmynd.

Thessi umraeda er alls ekki noldur og thad er mikill misskilningur ad konur mega gera hvad sem er til ad fa pening. Lagmennska, eins og stripp, studlar ad samfelagi an gilda thar sem folk gerir bara eitthvad og er alveg sama. Engin mun hafa neitt fyrir stafni i thess konar samfelagi og fyrir vikid mun menning thess hnigna.

bjarki

Nafnlaus sagði...

Hér eru hafð ansi stór orð... ég veit nú ekki betur en að svipaðir og verri hlutir hafi fylgt manninum í háa Herrans tíð og okkur gengur hins vegar ágætlega.

Annars er ég sammála því að það sé glæpur út af fyrir sig að halda með KR.

Gunnar

Nafnlaus sagði...

Fótbolti, konur og bjór. Er það ekki
það sem svona samkomur snúast um?

Nafnlaus sagði...

Ekki eins og KR sé einasta liðið sem hefur gert þetta ... held meira að segja að flest íþróttalið hafi gert e-ð svipað ... Þannig að þú verður líklega að stofna þitt eigið "múnkalið" ... og þá geturu haldið með því :D
-----------------------------------
Verður líka að muna; að stelpurnar voru ekkert neyddar til þess að strippa !!!

Unknown sagði...

Ég efa það stórlega að þessum konum langi til að fara að strippa. Þær fara að vinna við þetta út af því að þær hafa ekki annað úrræði. Ég efast líka um að þær hafi kjark til að segja nei þegar þær eru beðnar um að fara á karlakvöld.

Stripp er bara yfir höfuð ósæmilegt athæfi. Það einstaklega slæmt þegar íþróttafélög sem hafa þó nokkurt uppeldisgildi séu að þessu.

Bjarki: Góður punktur hjá þér.

Það er líka góður punktur í umræðunni að það sé ekki gert mikið úr því þegar karlmenn strippi. En auðvitað eiga þeir heldur ekki að þurfa að niðurlægja sig svona frekar en konur.

Og svo í lokin. JMB og Gunnar hverjir eruð þið?

Nafnlaus sagði...

En hvernig útskýrið þá hegðun sumra kvenna að flassa brjóstunum? Eru stripparar ekki bara konur sem byrjuðu sem amatör "flassarar", fannst það gaman og hugsuðu með sér að þær gætu fengið borgað fyrir þetta?